Fólk flaug á ný með ýmsum þotum eftir stóráföll. Hví ekki MAX?

Þotur af ýmsum gerðum hafa lent í stóráföllum í flugslysum, en þegar orsakir fundust og gerðar voru fullnægjandi endurbætur flaug fólk aftur með þeim. 

Hvað flugrekendur snertir eru nokkur atriði sem vega svo þungt varðandi einstakar gerðir, að ef viðkomandi gerð er talin fullkomlega flughæf eftir endurbætur, verður skásta niðurstaðan hjá þeim sem standa frammi fyrir því vali að halda áfram flugi þeirra. 

Hvað Boeing 737 MAX áhrærir er hagkvæmni í rekstri og heppileg stærð aðalatriðið. Hagkvæmnin felst í lægsta eldsneytiskostnaði í bransanum, minnstum kostnaði miðað við það að skipta yfir í aðrar vélar og þurfa með slíku að standa undir kostnaði við endurþjálfun flugliða og breytingar á viðhaldi og varahlutum, greiðslu kaupverðs og kjör í kaupleigusamningum þegar flug á nýjum vélum hefst, svo eitthvað sé nefnt. 


mbl.is Ryanair gerði stórinnkaup á 737 MAX-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hví ekki Max? spyrð þú.

Má þá ekki líka spyrja: Hví ekki Comet og reyndar allan breska flugvéla iðnaðinn?

Rök þín fyrir augljósri hagkvæmni Max véla virðast nokkuð borðliggjandi, en hvaða hugsun kemur örugglega upp í huga þeirra hugrökku farþega sem sitja bundnir í sætum sínum næstu mánuðina í búk þessarar alræmdu vélar við skyndilega ókyrrð eða hæðarbreytingar?

Líklega er þessi vél alveg stórfín og nær að hrista af sér orðsporið á einu eða tveimur árum ef allt gengur áfallalaust, en hvað ef ekki?

Jónatan Karlsson, 6.12.2020 kl. 10:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Comet flaug farsællega eftir endurbæturnar 1958, en var ekki lengur samkeppnishæf rekstrarlega þegar hún fór að fljúga aftur eftir sex ára töf vegna þess að skrokkstærð og hreyflar Boeing 707 og Douglas DC-8, sem þá fóru líka að fljúga, voru klassa ofar.

Sú skrokkstærð hefur haldist óbreytt á mjóþotum Boeing síðan 1958 en er orðin aðeins of mjó vegna stærri hreyfla og stækkandi farþega. 

Skrokkstærðin réði mestu 1958 um 60 ára velgengni framundan, en varð MAX að falli.  

Ómar Ragnarsson, 6.12.2020 kl. 16:17

3 identicon

Það sem maður hefur lesið um fyrra slysið segir manni að stíga aldrei upp í flugvél ef það stendur Lion Air utan á henni. Hafi komið út sambærileg skýrsla fyrir að seinna hefur það farið framhjá mér (sem er ekkert ólíklegt).

MAX vélarnar eru fínustu vélar og var aldrei áhætta að fljúga í slíkri með flugfélagi sem sinnir viðhaldi og þjálfun almennlega. Verður enn síður áhætta núna.

ls (IP-tala skráð) 6.12.2020 kl. 16:51

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki búið að gera mikið við Maxinn annað en að næta við öðrum skynjara fyrir kerfið. Kerfið ófarsæla er enn til staðar og mun reyna að taka völdin upp úr þunnu og drepa alla. Önnur breyting er að kerfið fer bara á einu sinni í meintu ofrisi og þrjóskast ekki við að reyna að steypa vélinni á nefið. Það mun svo verða til þess að menn verða vanbúnari fyrir stolli þegar þessir allt of stóru hreyflar hamast við að sprauta henni í stoll í hverju flugtaki.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2020 kl. 19:27

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það fær mig enginn upp í þennan bastarð. Þetta er jafn traustvekjandi og Trabant með 8 sílendra Kadilakkvél. Samsuða og drullumall gert til að græða peninga.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2020 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband