600 megavött er um sexfalt of há raforkutala fyrir samgöngurnar.

Í gær mátti heyra fleygt tölunni 600 megavött sem þyrfti til að knýja landsamgönguflota landsins með rafmagni. 

Til þess þyrfti sem svaraði heilli Kárahnjúkavirkjun eða um 25 prósent af allri orkuframleiðslu landsins.

En þessi tala, 600 megavött,  er margfalt hærri en svo að hún geti verið neitt nálægt því að vera rétt, en með því að veifa henni er gefið í skyn að orkuskipti í landsamgöngum séu hið versta mál. 

Bjarni Bjarnason forstjóri Orku Náttúrunnar hefur fært að því rök að rétta talan sé ekki hærri en svo, að það þurfi ekki að virkja neitt, þótt ákveðið væri og tæknilega mögulegt að skipta öllum bílaflotanum yfir í rafafl á einum degi. 

Bjarni bendir á að talan sé um 3 prósent af raforkuframleiðslu landsins sem er nær 100 megavöttum en 600. Þetta fékkst staðfest hjá ON í dag.  

Bjarni ætti að vita hvað hann er að tala um enda er með einföldum reikningi vitað hve mikilli raforku meðalbíll eyðir á 100 km sem eru í kringum 20 kílóvattstundir, og að meðalakstur hvers bíls á ári er á milli 12 og 15 þúsund kílómetra á ári.

Þar með er kominn grundvöllur fyrir útreikningana sem þarf. 

Síðan er eðli notkunar bílaflotans það auki þannig, að mikil hægræðing orkunotkunar er fólgin í að nota orku, sem annars er ekki nýtt. 

P.S. Þegar flett er upplýsingum um virkjanir sést, að Búðarhálsvirkjun er með 95 megavatta upsett afl, en orkuframleiðslan er 585 gígavattstundir. 

Munurinn á þessum tölum er um það bil sexfaldur og þetta styður, að í því að tala um 600 megavött hafi verið ruglað saman megavöttum og gígavattstundum. 

 


mbl.is Loftslagsmarkmið Katrínar „billegt kosningaloforð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

600 megavatta talan er komin frá Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orku Náttúrunnar. Hann reiknar með að bílar verði um fjórðungi færri en þeir eru í dag, jafnri notkun yfir árið og að fólk skjótist út seint að kveldi og fram eftir nóttu til að stinga bílum í hleðslu. Hvort gefnar forsendur standist ræður hvort útreikningarnir séu gildir en ekki það að einhver sé ánægður með niðurstöðuna.

Vagn (IP-tala skráð) 11.12.2020 kl. 04:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það kemur af sjálfu sér að fólk setji rafbíla sína í hleðslu þegar hætt er notkun þeirra á kvöldin og láti þá hlaðast yfir nóttina. 

Í hversdagslegri reglubundinni notkun er þetta engin fyrirhöfn með heimahleðslustöð og kemur í staðinn fyrir að eyða tíma til þess að gera þetta á bensínstöð. 

Á rafbílnum mínum er mælt með rólegri hleðslu sem tekur 14 klukkustundir nettó, en hálfri til tveimur stundum meira ef hleðslan á að vera sem allra best og jöfnust fyrir allar sellurnar og tryggja endingu rafhlaðnanna. 

Rafhlöðurnar endast ekki eins vel ef aðeins er hlaðið á hraðhleðslusltöðvum. 

Ómar Ragnarsson, 11.12.2020 kl. 10:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fékk það staðfest nú eftir hádegið að 600 megavatta talan er EKKI komin frá Bjarna Bjarnasyni, heldur eru þeir, sem veifa henni líklegast að rugla saman megavöttum og gígavattstundum. 

Enda eru 600 megavött hærri tala en nemur núna öllu því rafafli, sem fyrirtæki og heimili í íslenskri eigu nota.  

Ómar Ragnarsson, 11.12.2020 kl. 14:36

4 identicon

Gigavatt eru 1000 megavött. Um 4.000 gigavött fara í annað en stóriðju eða 4.000.000 megavött.

Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2020 kl. 05:45

5 identicon

Þetta gíga mega er farið að verða ruglandi þegar ekki er gerður greinarmunur á klukkutíma og ári.600 megavöttin eru

Ef bíll notar 2,5 kílóvött (svipað og tveir hárblásarar) á klukkutíma í hleðslu þá nota 1000 bílar 2,5 megavött þann klukkutímann. Og taki hleðslan 10 tíma þá nota þessir 1000 bílar 25 megavött í hleðsluna þann daginn. Þurfi að hlaða þessa 1000 bíla tvisvar í viku þá eru það 2600 megavött yfir árið, eða 2,6 gígavött. 200.000 bílar gera þá 520 gígavött yfir árið. Búðarhálsvirkjun er með 95 megavatta uppsett afl á klukkutíma og gæti því verið stöðugt með 38.000 bíla í hleðslu meðan virkjunin helst í 100% afköstum.

Svo held ég að það sé borin von að fólk stökkvi út kvöld og nætur til að setja bíla í hleðslu frekar en að stinga þeim í samband síðdegis þegar komið er heim. Stinga í samband um það leiti sem ljós eru kveikt, þvottavél sett í gang og kveikt á eldavél. Og topparnir hvern dag segir hver þörfin er en ekki eitthvað sólahrings meðaltal eða árs framleiðsla.

Vagn (IP-tala skráð) 12.12.2020 kl. 21:56

6 identicon

Vitaskuld munu allir með viti hafa klukku á hleðslunni. Þeir stinga bílnum í samband þegar þeir koma heim, en hleðslustöðin hleður ekki fyrr en eftir kvöldmat og framundir morgun.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 13.12.2020 kl. 13:25

7 identicon

Og vitaskuld munu allir með viti taka allar klukkur á hleðslunni úr sambandi. Fólk vill einfaldlega, og eðlilega, hafa eins mikla hleðslu og það getur þegar á bílnum þarf að halda, hvort sem það er morguninn eftir eða óvænt eftir kvöldmat. Skapi það vandamál þá er það annarra að leysa þau. Hjá flestum verður það dagleg rútína þegar komið er heim að stinga í hleðslu. Því verða flestir bílar fullhlaðnir eftir kvöldmat og mjög mikið álag síðdegis.

Vagn (IP-tala skráð) 13.12.2020 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband