Er atlagan samt "rétt að byrja"?

Á árinu 2020 hefur heimsbyggðin horft á mestu atlögu sem gerð hefur verið að lýðræðislegu stjórnarfari í sögu þessa merka og máttuga ríkis.  

Aðdragandinn fólst í herferð Donalds Trumps forseta sem miðaðist eingöngu við þá margtuggðu skoðun hans að hann væri ofurmenni, sem væri fremstur allra Bandaríkjaforseta síðustu 150 ár á öllum sviðum.  

Samhliða þessu réði hann og rak starfsmenn, sem fengu þann lokadóm hans að vera "aumingjar, idjótar, heimskingjar, aular o. s. frv.  

Meira að segja yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sem á að baki áratuga feril í rannsóknum og baráttu gegn heimsfaröldrum, sem hann hafði spáð og varað við; líka varað forsetann árangurslaust við; fékk einkunina "idjot". 

Björn Bjarnason notar orðin "valdafíkn og sjálfsdýrkun" réttilega í bloggpistli í dag. 

Þótt beinni atlögu að kosningakerfinu sjálfu sem undirstöðu bandarísks og vestræns lýðræðis virðist ekki hafa tekist, lítur ofurmennið mikla öðruvísi á málin.  

"Bardaginn er rétt að byrja!" segir hann.  Og miðað við fyrri ferll verður því miður að taka mark á gífuryrðunum rétt eina ferðina enn. 

Þau eru rökrétt framhald af því þegar hann var þegar, löngu fyrir kosningar, búinn að negla það niður með fylgismönnum sínum að þær yrðu "mesta hneyksli í sögu heimsbyggðarinnar", hvorki meira né minna. 

Hann meira að segja hvatti stuðningsmenn sína ítrekað til þess að reyna að kjósa tvisvar og gera allt sem þeir gætu til þess að brjóta kosningalögin og eyðileggja kosningarnar.  

Eitt af ótal einsdæmum á ferli hans. 

Ofurtrú Trumps á yfirburði og sigurgöngu síns sjálfs, hins ósigrandi snillings, fæðir nú af sér auknar hótanir, og sumar þeirra eru þegar byrjaðar að leka út. DSC00899

Ein er sú, að nákvæmlega á sama tíma og innsetningarathöfn Bidens fari fram, muni Trump efna til stærri hátíðar sinnar, sem haldin verði í Flórída og skyggja á misheppnaða hátíð í Washington.  

Fjölmargar hefðir hafa myndast varðandi framkvæmd hennar og þátt fyrri forseta í þeim, svo sem sameiginlega viðveru, bæði á innsetningarhátíðinni sjálfri, heimsókn í Hvíta húsið, flug með forsetaflugvélinni og fleira. DSC00907

Nú reyna menn að ráða í það hvernig Trump ætli sér að trompa allt það sem hann hefur áður hamast í og þá liggur beint við að gera árás úr öllum áttum á valdaskiptin 20. janúar. 

Myndirnar tvær hér á síðunni eru teknar við valdaskiptin 2008 og 2012. 

Við síðustu valdaskipti lét hann sig ekki muna um að fullyrða að sú hátíð hefði verið hin lang fjölmennasta í sögu landsins, þótt öll heimsbyggðin sæi annað blasa við í sjónvarpsútsendingum. 

Sú bíræfni sýnir, að honum mun ekki muna um að fullyrða svipað varðandi eigin samkomu í Flórída 20. janúar ef hún verður haldin. 

 

 


mbl.is Biden harðorðari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú Ómar, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson, opinberið nú það ótrúlega hatur sem þið hafið á Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna.

En þú kallar hann ofurmenni, því það er hann. Hann hefur nú staðið gegn öllu þessu hatri og lygi gegn sér í meira en fimm ár. Já OFURMENNI er réttnefni á Trump, Ómar! Enginn venjulegur maður hefði getað gengið í hans spor.

En það er skýring á þessi. Hann er útvalinn af Guð!  Í Spádómsbók Jesaja 45. kafla frá fyrsta versi stendur skrifað: "Svo  segir Dottinn við sinn smurða, við Kýrus (Donald Trump) sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, og til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð:"

"Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Drottinn, sem kalla þig með nafni þínu (Trump), ég Ísraels Guð." 

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 12:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að því er ég best veit hefur hvergi á íslenskum fjölmiðlum sagt frá hinni einstæðu samkomu í Hvíta húsinu þegar 25 leiðtogar evangelisku kirkjusafnaðanna í Bandaríkjunum lögðu hendur saman yfir höfuð Bandaríkjaforseta og fóru með sérstakar og heitar fyrirbænir honum til handa. 

Með þessu komst almættið í beint og öflugt samband við hinn guðs útvalda leiðtoga og bægði frá honum aðför sem að honum var gerð á bandaríska þinginu. 

En um þetta var fjallað ásamt fleiru hér á síðunni og skrítið er að sjá það skilgreint sem hatur þegar frásagnir af þeim forsíðufréttum sem birtast væntanlega af heilagleikanum Trump næstu mánuðina að hans eigin sögn birtast. 

Maðurinn hefur jú stanslaust í fjögur ár keppst við það að vera alltaf aðal frétt hvers dags. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2020 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband