Endastöð "sænsku leiðarinnar"?

Í níu mánuði hefur "sænska leiðin" í sóttvörnum verið áberandi í fréttum víða um heim, vegna þess hve mun lausbeislaðri varnirnar hafa verið þar en í öðrum löndum. 

Nú kemur endanlega í ljós sú útskýring á setningu nýrra sóttvarnarlaga, að stórlega hafi skort lagaheimildir til nægilegra aðgerða, en í upphafi var aðallega talað um að orsökin væri önnur sýn sænskra sóttvarnaryfirvalda á viðfangsefnið en hjá öðrum þjóðum.

Með nýjum og stórum skýrari og róttækari heimildum í nýju lögunum, sýnast þau merkja endastöð sænsku leiðarinnar eftir að ókostir hennar blöstu við. 

Það hefur kostað mörg mannslíf, því miður, næstum tíu sinnum fleiri en hjá okkur, miðað við höfðatölu, en ljós punktur er kannski sá lærdómur sem af því má draga.  


mbl.is Auknar heimildir til lokana í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað er það sem þú kallar "sænsku leiðina"? Og með hvaða hætti hefur "sænska leiðin" valdið svo mörgum dauðsföllum?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2020 kl. 08:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var ekki ég sem kom fram með heitið "sænska leiðin" heldur varð þetta heiti fleygt í umræðunni um allan heim vegna þess, að samkvæmt henni átti að lofa veikinni að hafa sinn gang og smitin að verða svo mörg, að svonefnd "hjarðónæmi" myndaðist á nokkrum vikum.  

Með því að mynda það myndi veikin hjaðna af sjálfu sér og dauðföllum snarfækka. 

Niðurstaðan yrði miklu styttri´tími faraldursins og færri dauðföll en í öðrum lööndum. 

Á tímabili í vor sýndist þetta ætla að ganga eftir, en það breyttist hastarlega þegar "önnur bylgjan" reið yfir. 

Nú eru dauðsföllin orðin 8300 í Svíþjóð og fjölgar stöðugt. Það þýðir 840 dauðsföll á hverja milljón íbúa í Svíþjóð, en hjá okkur eru þau 76 á hverja milljón. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2020 kl. 10:07

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er einfaldlega rangt Ómar, og þú veist betur. Sænska leiðin snerist einungis um það að í stað stífra reglna og lokana væri beitt tilmælum til fólks. Markmiðið var aldrei að ná hjarðónæmi með því að láta veikina hafa sinn gang. Eða hvers vegna heldur þú að sett hafi verið fram tilmæli um fjölda- og samkomutakmarkanir hefði hjarðónæmi á "nokkrum vikum" verið markmiðið, eins og þú fullyrðir. Og eins og þú veist fullvel var hinn mikli fjöldi dauðsfalla í Svíþjóð í vor ekki vegna þessarar leiðar heldur vegna þess að það tókst mjög illa til með að hindra að smit bærust inn á stofnanir þar sem aldraðir dvöldu.

Og hin nýja löggjöf kveður á um að þingið þurfi að samþykkja reglurnar innan tveggja vikna, annars falla þær úr gildi.

Ég skil ekki alveg hvers vegna þér er svona mikið í mun að vera sífellt haldandi fram einhverjum staðhæfingum varðandi þetta sem þú veist sjálfur að eru kolrangar. Er ekki allt í lagi að sýna örlítinn heiðarleika?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2020 kl. 10:13

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er bara til marks um að Svíar eru líka að falla á panik prófinu eins og allir hinir.

Það eru færri dausföll í Svíðjóð 2020 en í meðalári undanfirin ártug þa vantar um 1000 dauöðsföll.  Það er því hein og bein lýgi að 8000 svíar hafi látist úr covid.

Guðmundur Jónsson, 29.12.2020 kl. 10:57

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei haldið því fram að hjarðónæmið væri raunhæft markmið, heldur hljóta þeir, sem fylgdust með erlendum fjölmiðlum í vor að hafa séð þá eða heyrt segja frá þessari kenningu. 

Og sérkennilegt er að sjá því haldið fram, að dánartölurnar úr covid, sem hafa verið að birtast frá Svíþjóð allar götur frá því í vor, hafi verið "lygi."

Ómar Ragnarsson, 29.12.2020 kl. 11:01

6 identicon

Árið er ekki liðið, þess vegna eru enn skráð dauðsföll færri en í meðalári.

Ef hlutfallið verður það sama út árið verða þau um 4000 fleiri en meðaltal síðustu tíu ára og rúmlega 2000 fleiri þegar þau voru flest (lauslega reiknað).

Hjarðónæmi var ekki nefnt formlega af sænskum yfirvöldum, en þeim mun meira hampað af ýmsum öðrum.

ls (IP-tala skráð) 29.12.2020 kl. 11:12

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt þeim tölum, sem birtar voru um dauðsföll af völdum covid-19 á alþjóðlegum vettvangi og allir geta nálgast á netinu var staðan fyrir hálfum mánuði þannig, að 8170 voru dánir í Svíþjóð, 1070 í Danmörku og 450 í Noregi. 

Miðað við fólksfjölda er dánartíðnin vegna covid-19 meira en þrefalt hærri í Svíþjóð heldur en Danmörku og 18 sinnum hærri en í Noregi. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2020 kl. 11:18

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Dauðsföll árið 2020 i Svíþjóð verða færri en spár í upphafi árs byggðar á meðaltölum seinustu ára sögðu til um, bara svo því sé haldið til haga. Kannski tók veiran í vor marga sem flensa um haustið hefði tekið. Kannski önnur skýring.

Geir Ágústsson, 29.12.2020 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband