Margt er líkt með frændum.

Noregur er fjöllótt land eins og Ísland og raunar að stórum hluta mun hrikalegra, einkum norsku firðirnir, sem eru um margt einstakir á heimsvísu. 

Skriðuföll og snjóflóð eru því algeng, enda mjög úrkomusamt á hinni óralöngu strönd allar götur frá Líðandisnesi til Nordkap.  

Þótt engin eldfjöll séu í Noregi vofir víða hætta á stórfelldum náttúruhamförum yfir. 

Má sem dæmi nefna byggðina innst í Geirangursfirði, sem hugsanlega er fegursti fjörður allrar Evrópu.

Þar er sprunga inni í fjalli utar í firðinum, sem er tifandi tímasprengja, því að taki hún að gliðna, getur fallið hrikaleg skriða í sjó fram, sem reisi 2-300 metra háa flóðbylgju sem magnist á leið sinni inn í fjarðarbotn og kaffæri hin fræga ferðamannabæ.  


mbl.is Stór skriða féll á íbúðabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þetta með frændsemina:Ég bjó út í Noregi í 7 ár og kynntist norðmönnunum svolítið. Fann ekki margt sem tengdi okkur hvað geðslagið snerti. Síðan sagði mér einn norðmaður að á 13. eða 14. öld þá hafi Hollendingar streymt til landsins og blandast norðmönnunum. Ef þú skoðar mannanöfnin (ættarnöfnin) þá sérðu víða aðkomu hollendingana. En það er náttúrulega fleira sem vert er að skoða eins og það að Ísland byggðist ekki af norðmönnum nema að litlum hluta. Írar, skotar, englendingar og hjalteyingar voru miklu atkvæðameiri.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 30.12.2020 kl. 08:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef farið margar ferðir um gervallan Noreg og að sumu leyti er eins og tvær þjóðir byggi þetta langa land með hinum gerólíku aðstæðum meðfram hinni óralöngu vesturströnd og norðurhlutanum annars vegar; - og hins vegar mesta þéttbýlinu austan fjalls. 

Það er ekki aðeins landslagið sem er ólíkt heldur líka loftslagið. 

Í kringum Björgvin tala þeir illskiljanlega mállýsku sem er lituð af miklum áhrifum Dana fyrr á tíð, en norðar eimir enn eftir af "gammal norsk" og ýmsu, sem minnir mann á Ísland og Íslendinga. 

Ómar Ragnarsson, 30.12.2020 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband