Kirkjan og trúarbrögðin taka afstöðu í stórmálum á heimsvísu. Of fáir vita það.

"Þess vegna lætur kirkjan í sér heyra" segir biskup Íslands í tilefni af því að kirkjan hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðu sína í stærstu málum mannkynsins. 

Tveir stórir alþjóðlegir kirkjulegir atburðir hér á landi á síðustu þremur árum hafa haft áhrif á boðun kirkjunnar.

Hér við hliðina má sjá mynd af tákni þeirrar síðari sem var haldin með kjörorðinu: "FAITH FOR EARTH."  Faith for Earth

Hinn fyrri fundurinn var haustið 2017 þegar forystumenn söfnuða undir hatti Alkirkjuráðsins, sem er sameiginlegur vettvangur stjórnenda í kristnum söfnuðum í öllum heimsálfum sem í eru alls um 1500 milljónir manna. 

Þá hélt Alkirkjuráðið aðalfund sinn hér á landi, tók þátt í Hringborði norðursins, og við hátíðlega athöfn á Þingvöllum var undirrituð viljayfirlýsing Alkirkjuráðsins um umhverfismál á Þingvöllum.  

Þessi einstæði atburður í sögu kristinnar kirkju í heiminum og þátttaka Alkirjuráðsins í Arctic Circle hlaut nær enga athygli hér á landi, heldur þótti mun fréttnæmara að greina í hundraðasta skiptið frá möguleikum Íslendinga til olíuleitar og vinnslu og aukinna siglinga um Íshafið í kjölfar minnkandi hafíss.

Síðsumars 2020 héldu stærstu trúardeilda heims með mikinn meirihluta mannkyns síðan stóra ráðstefnu í Skálholti þar sem þátttökunni frá öllum heimshornum var streymt og kynnt sameiginleg niðurstaða og boðun varðandi umhverfismál jarðarbúa hjá helstu trúarbrögðum heims. 

Eins og 2017 höfðu fjölmiðlar lítinn áhuga á þessum viðburði. 

Nú má sjá íslenska stjórnmálamenn fjalla um boðun þjóna kirkjunnar á þann hátt, að þeir hafa ekki hugmynd um forsögu þess að íslenska kirkjan hefur látið í sér heyra um stórmál, sem eru ekki aðeins íslensk málefni, heldur bæði íslensk og alþjóðleg.  


mbl.is „Þess vegna lætur kirkjan í sér heyra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú íslenska kvennakirkjan (áður þjóðkirkjan) orðin kirkjudeild i loftslagskirkjunni?

Þetta er orðið svo mislukkað hjá frú biskup að reyna að vera hipp og kúl til að þykjast vera i takti við tímann að frú biskup virkar orðið hjákátleg og fleiri og fleiri segja sig orðið úr svokallaðri þjóðkirkju.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2021 kl. 23:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hin Evangeliska Lúterska kirkja á Íslandi  er ekkert "orðin deild í alþjóðlegum samtökum kristinna kirkna, heldur hefur verið það lengur en elstu menn muna.

Það væri saga til næsta bæjar ef hún tæki upp á því að gera uppreisn gegn stefnu þessara samtaka, og það meira að segja á eina fundinum, sem Alkirkjuráðið hefur haldið á Íslandi. 

Ómar Ragnarsson, 2.1.2021 kl. 00:22

3 identicon

Held þú hafir ekki lesið rétt færsluna frá Gunnari, Ómar. Allavega er svarið eitthvað í ósamræmi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2021 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband