Farþegaflug samt öruggasti ferðamátinn.

Um áratuga skeið hafa færri farist í farþegaflugi í heiminum en með farþegaflutningum á jörðu niðri ef miðað er við farþegakílómetra. Þetta gildir jafnvel þótt talin eru með dauðsföll eins og urðu í því þegar hernaðaryfirvöld í Íran báru ábyrgð á dauða 176 farþega. 

Þetta öryggi er að þakka vönduðum og oft dýrum rannsóknum á flugslysum, sem hefur gefið mestan árangur varðandi bilanir af ýmsu tagi. 

Stundum næst árangur við að skilgreina samtvinnaða orsök af völdum búnaðar og mannlegrar getu, eins og varðandi Boeing 737 MAX slysin. 

Rannsóknir á mannlegri hegðun og getu hafa oft reynst gagnlegar eins og til dæmis varðandi hættuna á því að of langvarandi beiting sjálfvirkni slævi árvekni eða að það skorti á að áhöfn flugvéla séu ekki nógu samhentar, svonefnt Cockpit reasources management, CRM. 


mbl.is Fleiri fórust í flugslysum þrátt fyrir faraldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband