Danir og Ísraelsmenn: Bjargi sér hver sem betur getur?

Með hverjum mánuðinum sem líður eykst óþolið hjá þjóðum heims varðandi það að olnboga sig áfram í biðröðinni eftir bólusetningum.  Einkum er þetta og verður áberandi hjá þjóðum, sem háðar eru ferðaþjónustu, en það eru reyndar flestar þjóðir orðnar núna, þótt við Íslendingar stöndum þar einna verst að vígi. 

Sá tími nálgast ískyggilega hratt þegar útséð verður um það hvort hægt verði að skapa ferðaþjónustunni þau skilyrði að hún geti fengið skilyrði til að aukast á ný. 

Á meðan gildir óvissuástand varðandi það, hvenær bóluefnið verður afhent, sem þegar hafa verið gerðir samningar um. 

Og þá er hætt við að upp komi ástand, sem lýsa má með orðunum "bjargi sér hver sem betur getur."

Deilt er um það hvort við hefðum átt að hella okkur strax út í slagmálin um bóluefnið utan þess samflots sem við erum í og má sjá fullyrðingar um að ef við hefðum gert það værum við nú með pálmann í höndunum eins og Ísraelsmenn. 

Með slíku er gamla íslenska máltækið "þeir fiska, sem róa" nálægt því að gilda, en í því felst líka að það er ekkert sjálfgefið að þeir fiski alltaf sem róa. 

Einvhern tíma var sagt um gott gengi Dana í viðskiptum, að þeir væru "Gyðingar norðursins" og má sem dæmi nefna hvernig þeir binda enn Grænlendinga varðandi það að helst sem mest af öllu því sem Grænlendingar semji um, verði að koma í gegnum Danmörk, einkum Álaborg. 

Nú berast fréttir af svipuðu hjá þeim varðandi tilraun Kára og Þórólfs til að komast að áhugaverðu samkomulagi með Pfizer um að fá nægt bóluefni til að bólusetja alla Íslendinga með hraði. 

Inn í þá sendingu virðast Danir nú hafa komist til þess að stela þessum bolta. 

Þegar rætt er um þessi bólefnismál vill það gleymast, að ef víð okkur Íslendingum tækist að olnboga  okkur fram fyrir nær alla aðra í biðröðinni og fáum strax allt það bóluefni sem við þurfum langt á undan öðrum, er þetta tiltekna bóluefni samt sem áður þess eðlis, að ef við fáum það strax, tökum við það frá einverjum öðrum erlendis. 

 

 


mbl.is Sakar Dani um að eyðileggja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Afhverju í ósköpunum eigum við íslendingar að meta líf íslendinga minna virði en þeirra sem búa annars staðar á hnettinum.

Ef við fáum að kaupa bóluefni þá gerum við það

þó að það sé á kostnað fólks í Þýzkalandi, Ísrael eða annars staðar

heilsa íslendinga gengur fyrir

Grímur Kjartansson, 12.1.2021 kl. 18:41

2 identicon

Sæll Ómar

Öll heilbrigðisþjónusta og reyndar lífskjör byggjast á að afla sér þess sem þarf á markaði. Fullkomin tæki, lyf o.s.frv. eru keypt og seld. Frægur sjónvarpsmaður vill ekki troða sér fram fyrir í bóluefnaröðinni. En hvað með aðrar raðir í lífsbaráttunni? Hvað er svona sérstakt varðandi öflun bóluefna?

Mér finnst þessi maður eins og oftar bara að vera klappa sér á bakið.

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 12.1.2021 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband