Indónesía; fyrsta COVID-flugslysið?

Ein af afleiðingunum af kórónaheimsfaraldrinum er sú, að flugfloti heims og þar með flugliðar, hafa setið í langvarandi lamasessi.  

Það er ekki bara fólgin í því gríðarleg skerðing tekna, heldur ógn, sem er afar lúmsk og hættuleg; fólgin í því að flugvélar sem ekki er flogið, drabbast niður, hvort sem þær eru nýjar eða gamlar, og einnig það að flugstjórar, flugvirkjar og aðrir flugliðar hafa "ryðgað" eins og það er oft orðað.  

Í upphafi rannsóknar á indónesiska flugslysinu hefur það verið dregið fram, að síðustu tvo áratugi hefur slysatíðni í farþegaflugi verið óeðlilega há og það að hluta til verið rakið til slælegs viðhalds og verklags í rekstri flugvélanna og þjálfun flugliða. 

Verði slysið núna rakið til einhvers slíks er ekki óhugsandi að það megi kalla fyrsta covid-flugslysið.  


mbl.is Neitaði skimun og beið lengi við hliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband