Réttmæt ósk hjá ráðamönnum Fjallabyggðar, en þeir völdu þetta sjálfir.

Krafa talsmanna Fjallabyggðar um tvenn ný jarðgöng inn í byggðina er mjög eðlileg og sjálfsögð. 

Gallinn er bara sá, að fleiri byggðarlög um allt land kalla á svipaðar framkvæmdir með jafn sjálfsögðum kröfum, sem hægt hefði verið að uppfylla í Fjarðabyggð fyrir tuttugu árum með því að fara bestu leið í fyrirkomulagi þeirra ganga, sem þá voru gerð. 

Fyrir síðustu aldamót þegar í ráði var að leysa samgönguvanda fólksins á utanverðum Tröllaskaga til frambúðar voru nefnilega tvær útfærslur í boði. 

Annars vegar svonefnd Fljótaleið með göngum, sem nú er kallað eftir frá Siglufirði stystu leið yfir í Fljótin og síðan stysta leiðin úr Fljótunum yfir í Ólafsfjörð. 

Hin leiðin var kölluð Héðinfjarðarleið, tvenn göng stystu leið um botn Héðinsfjarðar frá Siglufirði yfir í Ólafsfjörð. 

Sú leið var valin meðal annars á þeim forsendum að hún hún tengdi Ólafsfjörð og Siglufjörð best hvað snerti vegalengd á milli staðanna, tengsl í menntamálum, félagsmálum og atvinnumálum auk þess að liggja innan nýstofnaðs Norðausturkjördæmis og bjóða upp á stystu leið til Akureyrar. Leiðin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og Akureyrar yrði 17 kílómetrum styttri en Fljótaleiðin

Fylgismenn Fljótaleiðarinnar héldu því hins vegar fram, að hún hefði tryggt öruggustu samgöngurnar vestur í Skagafjörð og alla leið til Reykjavíkur, auk þess að leysa samgönguvanda byggðarinnar í Fljótum. Sömu leiðis væri fyrirsjáanlegt að hin mjóu göng í gegnum Ólafsfjarðarmúla með snjóflóðahættu við syðri gangamunnann væru ekki nothæf framtíðarlausn. 

Nú er komið í ljós tuttugu árum síðar að Héðinsfjarðargöng tryggja alls ekki öruggar samgöngur í báðar höfuðáttirnar frá Siglufirði og Ólafsfirði allt árið, en það hefðu Fljótagöngin gert. 

Þau hefðu falið í sér örugga og 12 kílómetrum styttri leið yfir til alls vesturhluta landsins á svæði þar sem hátt í 90 prósent þjóðarinnar býr, enda er nú kallað á nyrðri hluta Fljótaganga og ný Ólafsfjarðarmúlagöng í viðbót við göngin tvö, sem voru gerð.  

Þá er hætt við að talsmenn þeirra byggðarlaga, sem Fjallabyggð var tekin fram yfir um aldamótin síðustu telji sig eiga kröfu á að vera framar í biðröðinni. 


mbl.is Áratugir án úrbóta í samgöngumálum „óásættanlegir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

þessum samanburði í skýrslunni munar 3 km í jarðgöngum, þ.e. hvað Fljótaleiðin hefði orðið lengri, og því er munurinn m.v. ný Siglufjarðargöng frá Hólsdal yfir í Fljót einungis 1,7 km í heildarlengd. Rétt er að geta þess að Héðinsfjarðargöng eru 10,5 km í bergi og lengdust því um 300 m við fullnaðarhönnun þar sem m.a. var tekið tillit til snjóalaga og snjóflóða, jarðfræði, aðkomu vega og margt fleira sem upp kemur við fullnaðarhönnun og endanlega legu.

 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 17:26

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Nú 53 árum síðar er komið í ljós að Fljótagöng hefðu verið betri lausn en Strákagöng og almenningar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband