Er árið 1990 komið aftur á Stöð tvö?

Eftir nokkur ár í miklum darraðardansi í rekstri var prófað einhvern tíma í kringum 1990 að læsa áhorfi á þá þætti, sem höfðu fram að því verið með opna dagskrá og bar þar hæst flaggskipt stöðvarinnar, fréttirnar, sem á einum tímapunkti höfðu komust í jafnmikið áhorf og fréttir Sjónvarpsins. 

Niðurstaðan varð svipuð og í álíka tilraun nú; mikið hrap á áhorfi.  

Á þessari bloggsíðu var þetta rifjað upp þegar dagskránni var allri læst á Stöðinni nú á dögunum og varað við þeirri áhættu, sem tekin væri. 

Samt var sú von látin í ljós að vegna breyttra aðstæðna á fjölmiðla- og samskiptamarkaðnum að þetta færi ekki á sama veg og fyrir 30 árum og hefði í för með sér bagalega minnkun á áhorfi. 

Nú virðist ekki að sjá, að það stefni í neitt skárri átt en 1990. Þá var brugðist skjót við og vonandi verður fundin leið út úr þessu núna. 


mbl.is Dregur úr áhorfi á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þetta er eðlilegt, fækkun a áhorfendaminutum er frettatiminn, sami fjölda áskrifta,  Ég held ekki að þeir komi til með að fá fleiri áskrifendur vegna lokun a frettatimanum 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.1.2021 kl. 21:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þeir fá ekki fleiri áskrifendur,  munu auglýsingatekjurnar þá ekki minnka vegna minna áhorfs? 

Ómar Ragnarsson, 31.1.2021 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband