Miklar sviptingar í jarðgangagerð vegna breyttra aðstæðna.

Ef einhver hefði sagt það fyrir tveimur árum að jarðgöng í sitt hvora áttina frá Tálknafirði yrðu á blaði yfir nauðsynlegar framkvæmdir og jafnvel sett fremst í forgang á jarðgangaáætlun vegna brýnnar þarfar, er hugsanlegt að það hefði vakið furðu. 

Vestra hefur verið þrýst á jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðahættu á þeirri leið.  

Myndir af ástandi vegarins um Mikladal sem birtust í sjónvarpi í gær, segja hins vegar sína sögu um það hve hratt aðstæður geta breyst, og hvernig þessar aðstæður geta sprottið vegna breytinga í landflutningum af ýmsum ástæðum, og ekki aðeins haft mikil áhrif á jarðgangaáætlun viðkomandi landsfjórðungs, heldur á forgangsáætlun fyrir allt landið. 

Nú er til dæmis sívaxandi þrýstingur á göng milli Siglufjarðar og Fljóta, sem Héðinsfjarðargöng slógu út af borðinu um síðustu aldamót.   


mbl.is Hyggjast forgangsraða jarðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það þarf bara að hafa þá stefnu að engin jarðgöng verði án gjaldtöku. Þá er hægt að grafa og grafa þjóðinni til heilla. Músarholusjónarmiðin að þessi og þessi göng skuli vera ókeypis hafa eyðilagt mikið. Fáránlegt að Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargömg skuli vera fríkeypis.

Halldór Jónsson, 1.2.2021 kl. 08:36

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við borguðum nú fyrir Hvalfjarðargöngin, Halldór minn, og vel það. Hins vegar er aldrei talað um hvað ríkið sparaði með þeim göngum. Uppbygging vegarins fyrir Hvalfjörð stóð fyrir dyrum, þegar athafnamenn komu því í gegn að fá að byggja göngin. Þá uppbyggingu sparaði ríkið sér að fullu, auk þess sem viðhaldi og snjómokstri var nánast hætt á þeim slóðum. Aldrei var þessi sparnaður ríkisins reiknaður inn í göngin, heldur vorum við sem um þau þurftu að fara, látin greiða allan kostnað við þau og mun meira en það. Að auki 25% álag til ríkisins, sem kallast virðisaukaskattur!

Þar sem mikil umferð er, er hægt að fara þá leið að láta umferðina borga framkvæmdina. Hins vegar er erfitt að göng sem gerð eru í öryggisskyni fyrir tiltölulega litla umferð, borga sig með slíkri gjaldheimtu.

Þá vaknar upp spurningin, hvers vegna á Jón að borga en ekki séra Jón? Sumir segja þá að allir eigi að vera Jón og því einungis að leggja göng sem Jónar geta fjármagnað. Og þá vaknar önnur spurning, ætlum við að halda landinu í byggð, eða er ætlunin að safna íbúum þess á takmörkuð svæði, taka upp svokallaða "þéttingu byggðar" stefnu, sem er svo kær sumum?

Gunnar Heiðarsson, 1.2.2021 kl. 10:16

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Strákagóngin slógu Fljotagöngin út fyrir 1970, Heimamenn flest allir vildu Fljotagöngin, en ríkisstjórnin horfði i aurinn en henti krónunni. 

Áframhaldandi gangnagröftur á Vestfjórðum er fyrir löngu tímabær.

Þar a meðal göng neðsnsjávar úr Hokinsdal yfir til Bíldudals ca 5 km

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.2.2021 kl. 10:38

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Neðansjavargóng við Bildudal styrrir leiðina milli 

Patro og Isafjarðar um ca. 40 km. Vegalengdin yrði rumir 105 km eða svipuð og milli Neskaupstaðar og Breiðdalsvíkur.

Jarðgöng ur Fossafirði yfir í Mórudal um 6 km opnar leiðina siðan suður .það myndi lengja leiðina fra norðursvæðinu um 35 km  þegar Dynjandisheiðin væri ófær.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.2.2021 kl. 11:33

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er hægt að gera þetta allt ef ákveðið er fyrirfram að það kosti að keyra göngin. Ef það er stefnan þá er allt hægt.

Halldór Jónsson, 1.2.2021 kl. 14:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

 Ef við ákvæðum að það kosti ákveðnar krónur að keyra Fjarðarheiðargöng þá er hægt að byrja fljótt á því. Ef við létum svo eitthvað af gjöldum í Hvalfjarðargöngum renna þangað  til að byrja með þá er þetta písofkeik

Halldór Jónsson, 1.2.2021 kl. 14:43

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Fjarðarheiðargöng verða svo dýr að menn geta ekki keyrt þau á gjaldi sem borgar þau án niðurgreiðslu.

Halldór Jónsson, 1.2.2021 kl. 15:28

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er líka hægt að gera þau einbreið og  keyra þau í hálftíma í hverja átt og bíða á milli, þá lækkar verðið.

Halldór Jónsson, 1.2.2021 kl. 15:29

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvalfjörður er víðast aðeins 30-40 metra djúpur, að undanteknum 84 metra djúpum hyl talsvert innan við göngin. 

Arnarfjörður er langt yfir 200 metra djúpur ef frá er skilinn þröskuldur utarlega í firðinum.  

Ef viðráðanlegt er að leggja sjávargöng yfir í Bíldudal opnast möguleiki fyrir að gera Patreksfjarðarflugvöll að velli, sem er getur verið opinn í myrkri og í flestum veðrum, ef gerð er allt að 1700 metra löng þverbraut í Sauðlauksdal. 

Vestfirðir eru eini landshlutinn sem enn er á svipuðu stigi og aðrir landshlutar voru fyrir 65 árum varðandi að minnsta kosti einn almennilegan flugvöll.  

Ómar Ragnarsson, 1.2.2021 kl. 15:39

10 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hafransóknarstofnun segir eftirfarandi um Arnarfjórð Ómar.Hnit: 65°38´N 23°37'W

Flatarmál: 285 km2
Meðaldýpi: 70-100 m
Mesta dýpi: 110 m

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.2.2021 kl. 17:45

11 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvalfjarðargöngin fara niður á 165 m dýpi, undir yfirborð sjávar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.2.2021 kl. 18:06

12 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar er  sá völlur betri en við Þingeyri

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.2.2021 kl. 19:19

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, meira að segja án þverbrautar, því að það er hægt að hafa blindaðflug langleiðina að honum, og þar að auki næturaðflug, en hvorki að Þingeyri né Ísafirði. 

Það þýðir að birtutíminn lokar völlunum norður frá í 20 klst á hverjum sólarhring í skammdeginu, sama hvert veðrið er.  

Í ofanálag eru vellirnir í Patreksfirði og Bíldudalsfluvöllur iðulega einu vellirnir á öllu norðanverðu landinu, þar sem rof er í snjókomu, sem lokar öllum öðrum völlum, allt frá Þingeyri austur á Austfirði. 

Þingeyrarflugvöllur er í raun önnur af tveimur flugbrautum Ísafjarðarflugallar. 

Patreksfjarðarflugvöllur með tveimur löngum flugbrautum í kross, yrði flugvöllur í sérflokki, með sérstakri braut fyrir hvassa norðanátt eða sunnanátt og aðra braut fyrir austan-suðaustan átt og vestan-norðvestan átt, blindaðflug og nætursjónflugsmöguleika. 

Aðeins rúmlega klukkustundar akstur á Ísafjörð. 

Ómar Ragnarsson, 1.2.2021 kl. 23:28

14 identicon

Eftir þverun Þorskafjarðar og gerð Teigsskógarleiðar, þá teldi ég brýnast fyrir Vestfirðinga að losna næst við Klettsháls farartálmann.  Þar þarf tvenn örstutt göng, önnur um 4 km. löng  og hin um 2 km. löng, með millilendingu við botn Kvígindisfjarðar.

Vegurinn um Mikladal og Hálfdán er einungis illa farinn vegna brjálæðislegra þungaflutninga fjarðaeldisstöðvanna.  Þeir þungaflutningar þyrftu að fara fram sjóleiðina, með góðum og hraðskreiðum fraktara sem sigldi beint til Keflavíkur frá eldisstöðvunum í Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.2.2021 kl. 18:53

15 identicon

Hitt er svo annað mál að fáránlegt er að Patrekafjarðar flugvöllur skuli látinn grotna niður. 

Yrði honum kippt aftur í liðinn gæti Patreksfjörður orðið útflutningsmiðstöð fjarðalaxeldisstöðvanna.  Það væri alls ekki galið, eiginlega bráðsnjallt.  Fraktskip sigldu þá beint frá fjörðunum og beint að fraktvélum á Patreksfjarðar flugvelli.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.2.2021 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband