Mikilvægt að lama ekki heilbrigðisstarfsemi og rannsóknir utan sóttvarnanna.

Þegar fyrri bylgjur kófsins risu sem hæst lá hættan vegna álagsins af völdum veirunnar á meðferð heilbrigðiskerfisins á Covid-sjúklingum, heldur birtist önnur og lúmskari vá utan sóttvarnaraðgerðanna í formi minnkandi getu á öðrum sviðum við rannsóknir og meðferð á öðrum sjúkdómum. 

Þegar þetta birtist er það meðal annars fólgið í því að biðlistar eftir bráðnauðsynlegum rannsóknum og annarri brýnni meðferð lengjast, en þegar um banvæna sjúkdóma er að ræða, getur slíkt valdið ótímabærum dauðsföllum.  

Þess vegna skyldi ekki vanmeta gildi þess árangurs sem nú hefur náðst og verður vonandi til þess að "fjórða bylgjan" nái ekki að rísa. 

Gott ástand án nýrrar bylgju er áreiðanlega afar mikilvægt til þess að leið þjóðarinnar út úr faraldrinum verði sem greiðust og hröðust í lokin. 


mbl.is Reiðubúin ef fjórða bylgjan fer af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband