Ástralskur hótelvörður erlent afbrigði af Landakoti?

COVID-19 veiran spyr ekki neinn um það, hvernig hann er skráður til heimilis eða atvinnu, þegar hún berst á milli fólks. 

Smá andblær getur borið úðann á milli, jafnvel þótt fjarlægðin sé meiri en tveir metrar. 

Nú þenur breska afbrigðið sig mjög í Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að faraldurinn hjaðni þar, heldur æsir hann þvert á móti upp.  

Hér á landi munum við enn eftir því hve afleiðingarnar af óvæntu smiti á Landakotsspítala urðu afdrifaríkar þar eem síst skyldi og óðasmitið vegna íþróttaæfingasalar þar á undan varð alveg ótrúlega skætt. 

Hótelvarðarsmitið í Ástralíu núna er enn eitt dæmið um það að veiran spyr ekki að nafni, heimilisfangi né vinnustað, heldur notar leiðir úðasmits og snertiflata nú sem fyrr. 


mbl.is 90% smitanna urðu vegna hótelvarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband