Hvar byrjuðu spánska veikin, HIV smit og fleiri farsóttir nákvæmlega?

Vitað er að spánska veikin byrjaði ekki á Spáni og HIV tæplega í Bandaríkjunum.

Nefnt hefur verið að HIV hafi upphaflega byrjað í öpum í Afríku og einnig er talið að spánska veikin hafi fyrst byrjað að grassera í Bandaríkjunum, borist þaðan, meðal annars með hundruðum þúsunda hermanna sem voru sendir til vígstöðvanna í Frakklandi og þaðan barst hún svo áfram til Spánar og annarra landa. 

Það var af hernaðarástæðum sem reynd var að klína veikinni á Spán og Spánverja, vegna þess að árið 1918 stóð yfir úrslitaviðureignin á vesturvígstöðvunum og það var talin hætta á að aðeins nafnið eitt á veikinni kynni veikja baráttuþrek hermannanna á vígstöðvunum. 

Spánverjar voru hins vegar hlutlausir í báðum heimsstyrjöldunum. 

Vafasamt er að hægt hefði verið að finna nákvæmlega apann sem fyrstu var með HIV-veiruna. 

Ef hún varð til við stökkbreytingu líkt og COVID-19 er talin skyld SARS kórónaveirunni verður seint hægt að rekja upprunann alla leið. 

Og enda þótt sjálfsagt sé að rannsaka alla sjúkdóma sem best, er sennilega vafasamt að finna nákvæmlega fyrsta Bretann, sem fékk "breska afbrigðið."   


mbl.is Engin smit í Wuhan fyrir desember 2019
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekkert nema massabólusetnign bjargar þjóðinni og heiminum út úr þessum vanda. Við verðum að búa okkur undir fleiri svona faraldra ef við náum ekki tökum á fólksfjölguninni. Mannkynið er að fremja sjálfsmorð í greddunni, það þarf að minnka hana og frjósemina.

Halldór Jónsson, 9.2.2021 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband