Fámennið, sem tromp, varð að ókosti hjá "ómögulegum sjúklingi."

Nú virðist sjá fyrir endann á hinni stórbrotnu hugmynd, að Íslendingar gætu nýtt sér smæð þjóðarinnar og komist með því framhjá biðröð þjóðanna eftir bóluefni og verið fremstir allra. 

Upphaflega var smæð og samþjöppun þjóðarinnar á afskekktri eyju ætlað að vera aðal aðdráttaraflið fyrir alþjóðleg læknavísindi við tilraun, sem gagnast gæti öllum þjóðum ef vel tækist til.  

Menn sáu í hillingum hve magnað það yrði, að slá tvær flugur í einu höggi, verða settir í sérflokk meðal þjóðanna sem tilraunaverkefni og um leið með ríkuleg forréttindi. 

En nú talar Kári Stefánsson um það að með því að smittíðnin hrundi hér úr yfir 20 niður í aðeins eitt til tvö eða jafnvel ekkert á dag, sé til lítils sé að gera stóra tilraun með veikina ef hún er hætt að vera nokkur pest. 

Þetta minnir á ummæli Saxa læknis hjá Ladda sem heimfæra mætti upp á þjóðina:

"Þú ert ómögulegur sjúklingur, það er aldrei neitt almennilegt að þér."  


mbl.is Ekkert verður af rannsóknarverkefninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frændi, það er heldur ekki neitt eftirsóknarvert fyrir lyfjafyrirtæki að prófa lyf á einsleitri innræktaðri þjóð. Þeir vilja þriggja rétta máltíð en við erum kartafla. Heimurinn hefur ekki mikið gagn af því að vita hvernig bóluefni virkar á norræna menn sem hafa verið einangraðir með sínum genum í yfir þúsund ár, og sennilega engan áhuga.

Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2021 kl. 22:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem betur fer varð ekki af þessu, enda eru fáir íslendingar nógu ginkeyptir fyrir hinu hraðsoðna lítt rannsakaða erfðabreytingarefni (ekki bóluefni) sem viðsemjandinn býður til að treysta því.

Vísindatilraun af því tagi sem boðuð var hefði aldrei mátt ná fram að ganga vegna þeirra reglna sem voru mótaðar í Nurembeg réttarhöldunum um bann við þvinguðum læknisfræðilegum tilraunum á mannfólki. Slíkar tilraunir hafa síðan þá verið taldar til glæpa gegn mannkyni.

Með þessu er ég ekki að saka neinn um ætlun til að brjóta þær reglur heldur bendi á að þetta tókst ekki innan þess ramma sem þær setja.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2021 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband