Snúið og flókið mál sem sundrar Repúblikönum.

Nýjasta útspil Mitch McConnels leiðtoga Republikana í öldungadeild bandaríska þingsins sýnir vel hve snúið og margslungið málið og málareksturinn i þessu máli er. 

Spurningn er hvort af þessu vilji einhverjir ráða, að til greina komi að sækja Trump til saka eftir almennum lögum, en burtséð frá því hvort hægt sé að sækja sama málið eftir fleiri lagalegum ferlum í bandarísku lagaumhverfi, verður að telja það líklegt að málinu sé nú lokið í meginatriðum, þótt velt sé vöngum yfir því hvort refsa eigi Trump með því að meina honum að bjóða sig fram til forsetaembættisins á ný.   

Þótt það liggi fyrir, sem langlíklegast var allan tímann, að ekki fengist tilskilinn aukinn meirihluta í öldungadeildinni, féllu atkvæðin heild í deilinni 57 gegn 43 sem hlýtur að teljast áfellisdómur yfir Trump og áhyggjuefni fyrir Republikanaflokkinn, sem býr við illviðráðanlega sundrungu. 


mbl.is McConnell segir Trump eiga sök á árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt er falt fyrir slatta af peningum og Trump hefur rétt fyrir sér það var svindlað í kosningunum.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2021 kl. 23:52

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt Helga og eini tilgangurinn með öllum þessum farsa sem hægt er að kalla Nornaveiðar gegn Trump, 2. hluti, var að þyrla upp moldviðri til að draga athyglina frá hinu stórtæka kosningasvindli og -fúski Demókrata í nýliðnum forsetakosningum.

Ef maður hugsar út í það, þá var fyrri bíómyndin í seríunni Nornaveiðar gegn Trump, framleidd til að vera svar við tilraunum Trump til að taka á fjárglæfrastarfsemi Biden-fjölskyldunnar í Úkraínu. til að dreifa athyglinni frá spillingu Demókrata.

Demókratar eru mjög snjallir í að þyrla upp gerviskít til að dreifa athyglinni frá sínum eigin raunverulega (spillingar)skít. Að lokum óska ég aðdáendum Demókrata til hamingju með forsetann sinn, sem þarf sjö þúsund hermenn til að vernda sig fyrir öllu fólkinu sem kaus hann.

Theódór Norðkvist, 14.2.2021 kl. 02:43

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér þótti nú ógeðfelt þegar Clitnon var nær lamaður í starfi vegna endalausra málsókna um allt og ekkert af "sérstökum" saksóknara sem virtist hafa ótakmarkaðar vald og fjárheimildir til að semja (gegn sakaruppgjöf) við einhverja að vitna gegn Clinton 

Grímur Kjartansson, 14.2.2021 kl. 13:36

4 identicon

Sæll Ómar.

Hygg að flestir séu gáttaðir á því
að þeir sem sóttust svo mjög eftir völdum
hafi síðan ekkert annað að gera en að dúlla
sér í skríparéttarhöldum einhverjum heldur en að
koma sér að verki og taka til óspilltra málanna
þó ekki væri nema vegna þess að þannig fyrntist skjótar yfir
það sem nær 75 milljónir manna kenna við svik og pretti.

Einstaklega dapurleg byrjun á heilu kjörtímabili.

Læt það vera ef þetta er forsmekkurinn að því sem koma skal!

Er Biden í Kína? Það heyrist ekkert af honum frekar en hann væri dauður!

Kínverskar bölbænir eru áhugaverðar.
Kannski upplifa "sigurvegararnir" eina af þeim og ef til vill þessa:

,Megirðu lifa á áhugaverðum tímum."

(sbr. andstæðuna: engar fréttir eru góðar fréttir)

Húsari. (IP-tala skráð) 15.2.2021 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband