Minnir svolítið á Corvair fyrir sextíu árum.

Þegar Chevrolet Corvair kom fram 1959 var það byltingarkenndur bíll. Minnstu og ódýrustu bílarinnar, Chevrolet, Ford og Plymouth sem "hinir þrír stóru" höfðu framleitt fram að því voru svona: Corvair 61

5,2 metra langir, 2,10 metrar á breidd með minnst 145 hestafla vélar. 

1800 kílóa drekar. 

Yfirbyggingin byggð á grind. 

Vélin frammi í, drifið að aftan. 

Þriggja gíra gírkassi. 

Vélin vatnskæld, linuvél með sex strokka. 

Blaðfjaðrir að aftan á stífum afturöxli. 

Corvair var ekkert af þessu: 

4,6 metra langur, 1,74 m breiður og með 80 hestafla vél. 

1150 kíló. 

Yfirbygging og undirvagn samansoðin. 

Vélin aftur í, drifið að aftan. 

Fáanlegur fjögurra gíra. 

Vélin loftkæld, flöt "boxer" vél.

Sjálfstæð gormafjöðrun á öllum hjólum. Renault Twingo

 

 

Renault TwingoCorvair reyndist ekki rétta svarið við aukinni eftirspurn vestra eftir minni bílum frá Evrópu. 

Ford og Chrysler buðu afar einfalda og hefðbundna bíla á markaðnum fyrir snærrri bíla, sem voru með stærra farangursrými en Corvair og áhugamenn gátu gert sálfir við í bílskúrum sínum.  

Nú glímir Renault við svipað dæmi varðandi minnsta bílinn hjá verksmiðjunni, Twingo. 

Twingo er keppir við bíla, sem eru sem heild afar svipaðrar gerðar, með vatnskældar þriggja strokka línuvélar þversum frammi í með drifi á framhjólunum. 

Twingo er með vélina liggjandi þversum undir aftursætunum og drifið að aftan, og fyrir bragðið verður bíllinn hærri en ella, setið þrengra í aftursætinu og farangursrými full lítið. 

Á móti kemur að beygjuhringurinn er sá minnsti í bransanum, því að rými losnar við að fara með vélina aftur í bílinn. 

Twingo er sams konar bíll og Smart Fourfour, sem nú er búið að gera að rafbíl eingöngu, og þar með er hinn bensínknúni Twingo úr sögunni.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2


mbl.is Kveðja senn Twingo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband