Hetjusaga í Íslendingasagnastíl.

Það er ekki hægt annað en verða djúpt snortinn við að fylgjast með Sigurbirni Árna Arngrímssyni, hlusta á hann í sjónvarpslýsingum sínum og heyra og sjá hvernig hann bregst við í baráttunni sem hann heyr núna. 

Hvert af öðru hrjóta frá honum ummæli, sem hefðu getað sómt sér vel í hvaða Íslendingasögu sem er. 

Þetta er svo óvenjulegt og svo magnað, að ekkert minna en djúp virðingarhneiging með hvatningar- og þakkahrópi er viðeigandi. 


mbl.is Með krabbamein en í fullu fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.3.2021 kl. 22:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Úr því að jarðnestur dauði er óhjákvæmilegur hluti af jarðneskri fæðingu, kynni einhver að álykta sem svo, að full ástæða væri til að óttast fæðinguna. 

Ómar Ragnarsson, 9.3.2021 kl. 00:30

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, óttast fæðinguna þar sem hún á endanum leiðir til dauða. Þú segir nokkuð Ómar. Takk fyrir þessa pælingu. 

Hrannar Baldursson, 9.3.2021 kl. 08:08

4 identicon

Búddistarnir halda því fram að allt sem deyi lifni við aftur í einhverju lífsformi,þannig lifnar lífið að vori er dáið hefur að hausti,hefur ekki mannskepnan lengri líftíma en endurfæðist aftur og aftur er ekki þar komin skýring á mismunandi aðstæðum einstaklinganna í jarðlífinu.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband