Þarf nýja sýn og nýtt mat á alla byggð og mannvirki Suðvesturlands.

Óróatímabilið sem hefur staðið í 14 mánuði á Reykjanesskaga á sér ekki hliðstæðu svo vitað sé síðustu 780 ár. Reykjanes skagi vöktun 

Þar á undan hafði verið tímabil dreifðra eldgosa í 240 til 500 ár eftir því hvaða mælikvarði er notaður á mat eldanna á Hellisheiði árið 1000. 

Hvort sem framundan er jafn langt svipað óróa og umbrotatímabil eða ekki, þá liggur það alveg ljóst fyrir að það þarf að fara fram gagngert endurmat með alveg nýrri sýn á alla byggð og öll mannvirki á svæðinu frá Hengilssvæðinu og allt út á Reykjanestá. Reykjanes skagi kvikukort 

Þetta mat þarf að snerta byggð, vegi, hafnir, flugvelli, háspennulínur, vatnsból og vatnslagnir, hitaveitur og hitaveitulagnir, gufuorkuver, stóriðujuver og verksmiöjur, en allt framantalið er í áhættu, þótt mismikil sé. 

Þegar skoðuð eru kort af þessu svæði blasir við að það er ekki nóg að skoða hraun, sem hafa runnið síðan á 8. öld eins og sýnt er á korti í Morgunblaðinu í dag, heldur að minnsta kosti öll hraun, sem hafa runnið síðustu 11 þúsund ár eftir að ísöld lauk. 

Og það þarf að byrja á þessu endurmati nú þegar og af ýstrasta krafti. 


mbl.is Kvikugangur heldur áfram að stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband