Vestur-Íslendingar á eyju í Michiganvatni: Tvær ferjur, ekki ein.

Út í Michiganvatn að vestanverður gengur langur skagi, Dyraskagi í Dyrahéraði. (Door-County). 

Í landnámi skagans á 19. öld röðuðu Norðurlandaþjóðir sér á þennan skaga, þannig að þegar flaggað er á skaganum, eru dsnskir fánar mest áberandi syðst, sænskir taka við utar, en yst eru norskir. 

Hvar eru þá Íslendingarnir?

Jú, ef staðið er við höfnina yst á skaganum og skyggnst til vatns, sést flöt eyja við sjóndeildarhring. Þangað fóru Íslendinganir á áttunda áratug 19. aldar. 

Núna eru íbúarnir um 700. 

Tvær ferjur ganga milli eyjarinnar og lands, TVÆR FERJUR, ekki ein. Íslendingarnir vissu hvað var nauðsynlegt í samgöngum, því ekkert pláss er fyrir stóran flugvöll á eyjunni né fé fyrir áætlunarflug. Tveggja brauta smávöllur er þar þó. 

Ferjurnar bera heitið KARFI og EYRARBAKKI. Stærsta húsið við höfnina heitið Matsöluhús. Yfir dyrunum tveimur á snyrtingunum eru skilti, sem á stendur: "Men" og "Stúlka" 

Í kirkjugarðinum er ein stytta langstærst. Hún er af Þórði Guðmundssyni, lækni frá Eyrarbakka, sem bjargaði mörgum mannslífum í hallæri, sem gekk yfir þetta landnám fyrstu ár þess. 

 


mbl.is Fönix kominn að Baldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband