Rafhjólin, vettvangur fyrir tískubylgjur en þó nauðsynleg bylting.

Rafknúin hjól, allt frá hlaupahjólum upp í léttbifhjól, eru sá fararmáti sem reynst hefur vel á þeim sex árum, sem rannsókn á gildi þeirra hefur staðið yfir hér á bæ. Náttfari 9. okt 15 

Í upphafi var prófað rafreiðhjólið Náttfari sem er með bæði hand aflgjöf og fótahjálp og býður þar með upp á þrjá möguleiia: 

1. Eingöngu handstýrða aflgjöf með innbyggðri endurheim orku niður brekkur og þegar hægt er á. 

2. Eingöngu rafafl í tengslum við fótknúna hjálp. 

3. Eingöngu fótaafl eins og á venjulegu reiðhjóli. 

Fjórum til fimm árum eftir að það var kynnt í sérstakri ferð á rafreiðhjólinu Sörla frá Rkueyri til Reykjavíkur að hægt væri að fara þessa leið á rafafli eingöngu með aðeins 115 krónu orkukostnaði kom loks smá bylgja í fjölgun svona hjóla. 

Rafreiðhjólið Náttfari er létt og meðfærilegt, aðeins um 30 kíló og með alls 110 lítra farangursrými í þremur töskum. Kostaði 250 þúsund krónur.

Á því voru settar tvær aukarafhlöður sem auka drægnina úr 20 kílómetrum upp í 60 kílómetra við íslenskar aðstæður. Þau eru ekki skráningar- né tryggingarskyld og miðið við leyfilegan hámarkshraða 25 km/klst; einkum ætluð til ferða eftir hjólastígum.

Hægt að setja undir þau gróf og negld vetrardekk að vetrarlagi, og reynslan af notkuninni var miklu betri en búist var við, bara spurning um að klæða sig rétt ef veður krafðist þess og kom ekki sú vika sem þetta hjól var ekki notað meðan það var eina hjólið. Svona hjól nýtast best á stuttum leiðum en síður á þeim lengri.                Þess vegna Super Soco Cux Hellisheiði. Skálafellbættist við í tilraunina með rafknúin hjól rafknúið léttbifhjól af gerðinni Super Soco CUx, skráningar- og tryggingarskylt en með hámarkshraða 45km/klst ætlað til ferða á umferðargötum, en hægt að breyta því á einfaldan hátt í næsta flokk fyrir ofan, sem samsvarar 125cc bensínknúnum hjólum, og þá hefur Super Soco CUx 64 km / klst leyfilegan hámarkshraða. 

Drægnin við íslenskar aðstæður er 45 kílómetrar og rafhlaðan er útskiptanleg, sem er aðalkosturinn við það. 

Hjólið kostaði 300 þúsund krónur með 40 lítra farangurskassa, og aukarafhlaða kostar líklega um 120 til 150 þúsund krónur. 

Gerð var tilraun með ferðalag, þar sem tvær aukarafhlöður voru hafðar í farangurskassanum og var drægni hjólsins þá 132 kílómetrar. 

Þegar allir kostir og gallar þessa farartækis eru lagðir saman er þetta í heildina tekið besta farartækið sem síðuhafi hefur átt á langri ævi. 

Orkukostnaðurinn er innan við ein króna á ekinn kílómetra, það kostar innan við 100 kall að skreppa austur fyrir fjall og til baka aftur. 

Þegar rafknúin hlaupahjól komu á markað varð ekki aðeins bylgja, heldur sprenging í sölu þeirra. 

Hafa þau þó verið til í áraraðir og hafa þann kost stærstan að vera afar létt og meðfærileg, einkum ef hægt er að brjóta þau saman og hafa meðferðir í bíl.

Giska má á að að minnsta kosti 20-40 þúsund svona hjól hafi selst hér á landi. Náttfari 9. okt 15

Það sást vel í þeim verslunum þar sem líka voru rafknúin léttbifhjól til sölu, að allur straumurinn af fólkin lá til að skoða rafskúturnar, en miðað við notagildi rafknúins léttbifhjóls er það aldeilis furðulegt. Ísólfsskáli Léttir

Minnir rafhlaupahjólaæðið svolítið á fótanuddtækjaæði sem geysaði hér fyrir nokkrum áratugum. Ísólfsskáli(2)

Þar sem þróunin er komin lengst erlendis með kerfi skiptistöðva fyrir rafhlöður hillir undir byltingu í notkun meðfærilegra rafknúinna farartækja, 

Af því að ekkert slíkt virðist í augsýn hér á landi hefur orðið að setja inn í ofangreinda tilfraun bensínknúið léttbifhjól 125 cc Honda PCX, sem kemst jafnhratt og jafnlangt um vegakerfið og hvaða bíll sem er en aðeins fyrir einn tíunda af kostnaðinum og einn þriðja af orkukostnaðinum. 

Það var síðast notað í snöggri ferð suður með sjó í fyrradag og hefur farið allt til ystu stranda um land allt á síðustu fimm árum, alls 8000 kílómetra á langleiðum um landið. 


mbl.is Höfnin full af rafhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband