Ófrýnileg spá um opnun Breiðamerkurfjarðar fyrir 33 árum.

Á merkilegri ráðstefnu á vegum Verkfræðingafélags Íslands árið 1988 var það rakið skilmerkilega, hvernig sjór rifi sífellt niður haftið, sem er á milli Breiðamerkurlóns og sjávar, og ef ekkert yrði að gert, myndi ekki taka marga áratugi fyrir hafölduna að rífa haftið niður og eyðileggja bæði hringveginn, brúna og byggðalínuna. 

Það yki á þetta rof, að á háflóði kæmist saltur sjór inn í lónið sem yki rek ísjaka úr lóninu um útfallið og þar með þetta slæma rof. 

Ef þetta yrði látið gerast án nokkurra aðgerða, yrði þarna til meira en 200 metra djúpur fjörður með ísreki, sem á endanum bærist út fyrir ströndina og hamlaði siglingum líkt og gerist á hliðstæðum slóðum á Grænlandi.  

 

Lagt var til að hamla gegn þessu með því að færa útfallið úr lóninu til austurs og þar í sjó fram miklu lengri leið. 

Ekkert hefur verið gert í þessu máli í þessi 33 ár sem liðin eru. Að vísu fer ströndin hækkandi í þessum landshluta vegna léttingar fargs jökulsins, en það virðist ekki hamla nægilega gegn því sem heldur áfram að blasa við. 


mbl.is Stutt í að hafið rjúfi Suðurlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er mun styttra í Breiðamerkurfjörð, en menn grunar. Eitt stykki Básendaveður og ekki einu sinni brúin myndi standa, hvað þá rafmagnsstaurar og aumir vegakaflar úr lélegu malbiki og svikinni undirvinnu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.3.2021 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband