Löng og glæsileg hefð fyrir sérstöðu og miklu gildi Íslands í jarðeðlisvísindum.

Stóran hluta síðustu aldar nutu Sigurður Þórarinsson og fleiri íslenskir jarðfræðingar mikillar alþjóðlegrar virðingar fyrir þær rannsóknir, sem þeir gátu gert og miðluðu kollegum sínum erlendis af. 

Erlendir jarðvísindamenn voru furðu tíðir gestir hér á landi, einkum þýskir, og hér á landi stunduðu arftakar Wegeners mælingar, sem voru þýðingarmiklar til að varpa ljósi á hina stórmerku landrekskenningu hans. 

Wegener var reyndar veðurfræðingur og þurfti að hafa mikið fyrir því að fá aðra vísindamenn til að meta kenningu hans að verðleikum,

Hann fórst í leiðangri á Grænlandi 1930, svo að hann lifði ekki að sjá þessa grundvallarkenningu fá verðskuldaða viðurkenningu. 

Íslensku eldgosin voru eins og risavaxin tilrauna- og rannsóknarstofa fyrir jarðfræðina, svo sem Surtseyjargosið 1963 til 67, sem var dýrmætt vegna rannsókna á gosum í sjó og undir jöklum, þar sem móberg myndaðist. 

Í Kröflueldum fékkst gríðarmikill fróðleikur um eðli eldgosa á flekaskilum meginlandanna og nú er að bætast við alveg nýir möguleikar og viðfangsefni rétt í hlaðvarpanum á höfuðborgarsvæðinu. 


mbl.is Ísland er lifandi rannsóknarstofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband