"Páskahretin hafa fyr..."

Ekki eru páskar nema hret komi gæti allt eins verið orðtak hér á landi, því að við enga aðra hátíðisdaga loðir þessi hugsun við í jafn ríkum mæli. 

Og sum hafa verið svæsin, samanber ljóðlinurnar í "Gegn háska´um páska"...

 

"Páskahretin hafa fyr

herjað og barið þungt á dyr; 

um aldir þó stóðu menn óbeygðir

ansspænis miklum felli, 

en unnu þó bug á hrelli..."

 

Á fáum öðrum tímum ársins geta hitasveiflur orðið hraðari, allt að 15 stig niður á við, svo sem í hretinu alræmda vorið 1963 ef rétt er munað. 

Og því ber að taka hretinu núna af ró og festu og íhuga því betur boðskap og innihald þessarar fornu og miklu hátíðar. 


mbl.is Kólnar hratt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband