Ósætti milli stjórnarflokka líklegra þegar stefnur þeirra eru ólíkar.

Sjaldgæft er að ríkisstjórnir hér á landi séu myndaðar þvert yfir miðjuna með því að samstarf takist með flokkum utan af jaðri stjórnmálanna. 

Lengst var gengið í þá átt 1944 þegar Ólafi Thors tókst að mynda ríýkisstjórn andstæðra póla í svonefndri Nýsköpunarstjórn og miðjuflokkurinn Framsóknarflokkurinn lenti í stjórnarandstöðu. 

Í ferli þeirrar stjórnar kom glögglega í ljós hve utanaðkomandi aðstæður geta haft mikið að segja um það hvernig stjórnarsamstarfið gengur. 

Nýsköpunarstjórnin var heppin framan af með aðstæður í efnahagslifinu.  1944 áttu Bandalagsþjóðirnar Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin hernaðarsamstar í Seinni heimsstsyrjöldinni gegn Öxulveldunum og það fjarlægði einn hesta ásteytingarsteininn milli Sósíalistaflokksins og annarra flokka, hafði falist í afstöðunni til Sovétríkjanna.

Tímaritið Time útnefndi Jósef Stalín sem mann ársins fyrir framlag hans og þjóða Sovétríkjanna til baráttunnar við nasismann og haustið 1944 blasti við áframhaldandi samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 

Enn bjartara var yfir efnahagsmálunum hjá hinu nýja lýðveldi, Íslandi, því að um leið og stríðinu lyki árið eftir, gætu Íslemdingar ráðstafa stríðsgróða, meðal annars í formi gjaldeyrisinnistæðna erlendis, sem var hluti af uppgangi og gróða sem átti sér enga hliðstæðu í sögu þjóðarinnar. 

Mest munaði um það að hægt var að fara út í gagngera endurnýjun á fiskiskipaflotanum, og skiptist ráðstöfun þess gróða á milli útgerða í einkaeign og bæjarútgerða, meðal annars í Reykjavík og öðrum helstu útgerðarbæjum landsins. 

Um þessa skiptingu milli einkarekstra og opinbers rekstrar náðist samkomulag, og meira að segja kom það í hlut meirihluta sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn að standa fyrir þessari sósíalisku þjóðnýtingu. 

Strjórnin hélt velli í þingkosningum 1946 og að óbreyttu hefði ekkert átt að verða til fyrirstöðu við að halda samstarfinu áfram. 

En óvænt umskipti urðu strax haustið 1945 og 1946 þegar Bandaríkjamenn fóru fyrst fram á þrjár herstöðvar við Faxaflóa vegna breyttra aðstæðna eftir stríðið í ljósi þess að ósætti og Kalt stríð voru að skella á í Evrópu og settu síðan þrýsting á samning um afnotarétt sinn og aðstöðu til notkunar Keflavíkurflugvallar.

Kreppa og samdráttur með atvinnuleysi skullu á erlendis og íslenski stríðsgróðinn var svo fljótur að hverfa, að óhjákvæmilegt varð að grípa til stórfelldra skömmtunaraðgerða. 

Ágreiningur sósíalista og hinna flokkanna í ríkisstjórn um Keflavíkursamninginn svonefnda, sem gerður var 1946 varð banabiti stjórnarinnar. 

Þessi örlög fyrri þriggja flokka ríkisstjórnr þvert yfir miðjuna 1944-46 sýnir, að hversu vel sem annars gengur í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkara flokka, geta allan tímann ágreiningsmál legið í láginni í leyni,  sem eiga á hættu að blossa upp vegna óvæntra atburða.  


mbl.is Verður ekki hljóðlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband