Sérkennilegt að tiltaka sérstaklega aldur manns sem vanhæfni hans.

Þeir, sem staðið hafa í ströngu undanfarið í umræðum og deilum hafa á stundum orðið að sæta ýmsum ákúrum, þeirra á meðal, að hár aldur þeirra hefur sérstaklega verið nefndur sem merki um vanhæfni þeirra til að fjalla um mikilsverð mál. 

Aldur Kára Stefánssonar hefur ítrekað verið nefndur sérstaklega í þessu sambandi. 

Hér er komin gamla íslenska aðferðin í að hjola í manninn en ekkki málið á frekar óviðfelldinn hátt. 

Viðtal við Kára hér á mbl.is um smitrakningar ásamt mörgu fleiru, sem sá maður leggur til mála á þessu sviði á grundvelli einsæðrar reynslu og þekkingar, ættu hins vegar að sýna, að ekki er það til framdráttar vitrænni umræðu, að  reynt sé að dæma kunnáttufólk úr leik í mikilvægum umræðum og málefnum aldurs vegna. 

Um andóf gegn því að gera lítið úr reynslu og þekkingu gamals fólks mætti búa til slagorðin "old age matters" eða "old live matters". 

Kári Stefánsson er 71 árs, allmmörgum árum yngri en forsetaframbjóðendurnir tveir í Bandaríkjunum voru í haust og sömuleiðis mörgum árum yngri en forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 

Kondrad Adenauer var kanslari Vestur-Þýskalands til 87 ára aldurs, og miklu yngri maður en hann, Ludwig Erhard, srem tók við af honun, varð þess ekki megnugur að halda þeim dampi í stjórn landsins sem sá gamli hafði gert á glæsilegum ferli sínum. 


mbl.is Svandís heimsótti sóttvarnahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er ekki oft hjólað í manninn þegar rök þrjóta?

Hrannar Baldursson, 11.4.2021 kl. 07:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála. En um leið og það er sagt þá er ágætt að minna á að Kári skirrist ekki við að hjóla í menn. Sér til skemmtunar að því er virðist.

Ragnhildur Kolka, 11.4.2021 kl. 08:10

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kári segir þjóðina heimska  og er svo tillitssamur að undanskilja engan aldurshóp.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2021 kl. 10:16

4 identicon

Sæll Ómar, 

Já, þú segir nokkuð, menn ættu frekar að athuga fleiri hliðar á þessu máli, ekki satt?

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 13:51

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 13:56

6 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 14:10

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er sennilega vísað í viðbrögð við Trump-samlíkingu Kára á Brynjari Níelsen, þingmanni, með því að benda á að samlíkindi Kára og Trumps eru mun meiri en Brynjars og Trumps.

Ef menn skvetta drullu á aðra mega þeir búast við einhverju til baka. Óháð aldri.

Geir Ágústsson, 11.4.2021 kl. 17:12

8 identicon

Sæll Nafni, 

Já, rétt hjá þér, svo og hafa þessir ritstýrðu og ríkis- styrktu fjölmiðlar hér á landi gert hann að heilbrigðisráðherra Íslands með öllum þessum drottningarviðtölum hvað eftir annað.

KV.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband