Ljósin á "Gígastjaka"?

Síðan í gær hafa farið fram skemmtilegar umræður á facebook síðu Ólínu Þorvarðardóttur um það hvaða nöfn eigi að finna á hina nýju eldstöð við Fagradalsfjall.   

Á þessri síðu hefur áður verið hvatt til þess að lofa nógu löngum tíma að líða þar til nafn verði ákveðið svo að sæmilega sé ljóst hvernig eldstöðin muni líta út. 

Nú gýs á átta stöðum úr sprungunni í gígopum, sem er misjafnlega þroskuð. Á Reykjanesskaga eru nokkrar eldstöðvar sem eru á sprungum og mynda gígaraðir á borð við Eldvörpin, gígaröð sem er tæplega tólf kílómetra löng enda á milli.  

Magnaðasta gígaröð Íslands eru Lakagígar og um það þegar þeir stóðu í björtu hraunbáli orti Jón Helgason í ljóðinu Áföngum: "...ljósin á gígastjaka." 

Þetta heiti er afar lýsandi fyrir gígaraðir, og jafnvel þótt eftir standi aðeins einn langstærsti gígurinn getur heitið Gígastjaki átt við hvaða fjölda gíga á gossrprungunni, sem er, samanber orðið kertastjaki.  

Nú þegar loga átta ljós á Gígastjaka. 

Ef hins vegar þetta gos verður svo langvinnt að úr verði hraundyngja (shield) gæti annað heiti orðið meira viðeigandi. Þó myndi heitið Gígastjaki segja merka sögu, sem myndi auka við gildi eldstöðvarinnar bæði sögulega og jarðfræðilega. 


mbl.is Gosopin í Geldingadölum orðin átta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Gaman að sjá hvað þú fylgist vel með Ómar.

Halldór Jónsson, 15.4.2021 kl. 08:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Segjum tveir. 

Ómar Ragnarsson, 15.4.2021 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband