Ævintýralegar tölur í anda S-línunnar.

Talan 0,20 Cx á fjöldaframleidddum bíl er eitthvað sem fær hvaða flugmann, sem er, til að sperra eyrun.  Svona tala hefur hingað til aðeins sést á fjöldaframleiddum flugvélum. Mercedes Benz EQS

Tesla 3 er með 0,23, en helstu keppinautarnir með 0,26, og það munar um þetta þegar um rafbíla er að ræða. 

En Mercedes Benz verksmiðjurnar ætla greinilega ekki að láta fara eins með sig og gerðist 1990 þegar Lexus L 400 hristi svo rækilega upp í framleiðendum lúxusbíla að um það var rætt í bílablöðum, að lúxubílaframleiðendur bæði vestan og austan Atlantshafs hefðu sent hönnuði sína að teikniborðunum og tölvunum. 

Loftmótstöðutalan cx er einhver mikilvægasta talan varðandi rafbíla, því að í henni felst möguleikinn til sem mestrar drægni, sparneytni og nýtni hleðslustöðva og allar tölurnar varðandi nýja ofurrafbílinn EQS hjá Benz hníga að þessu. 

Meðal annars er lítil loftmótstaða forsenda fyrir því á lúxusbílum á þýskum markaði að hægt sé að hafa leyfðan hámarkshraða sem hæstan án þess að með því sé drægni bílsins skert of mikið. 

Helstu framleiðendur þýskra lúxusbíla verða að geta boðið upp á bíla fyrir hraðbrautir landsins, en það þýðir meðal annars 250km/klst hámarkshraða þeirra.

Á slíkum hraða komast lítt straumlínulagaðir rafbílar í vítahring; til þess að standa undir slíkum hraða án of mikillar skerðingar drægni, þarf meira af þúngum rafhlöðum, sem aftur á móti, þunga síns vegna, draga úr drægninni. 

Nýi ofurrafbíllinn hjá Benz verður ríflega 2,5 tonn að þyngd með stærri gerðinni, sem boðin er af rafhlöðum.   


mbl.is Hátæknivæddur lúxusrafbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband