Minnir að vissu leyti á Boeing 787 Dreamliner.

Hér á síðunni hefur nýlega verið greint frá því að í upphafi ferils Boeing 727 þotunnar, sem  reyndist bæði Íslendingum og öðrum þjóðum hinn besti gripur eftir að gerðar höfðu verið endurbætur á þjálfun flugmanna og fleira í sambandi við óvenju öflugnan flapabúnað á vængjum vélanna til þess að gera kleyft að lenda þeim á minni flugvöllum en ella. 

Fjórar þotur fórust fyrst eftir að þær komu á markað, en Boeing tók af festu á vandamálinu og það var leyst farsællega. 

Ekki gekk eins vel í upphafi ferils Boeing 787 Dreamliner þegar það dróst um ein þrjú ár að standa við loforð um afhendingu þessarar mikilvægu þotu. 

Ástæðan var ekki ólík þeirri sem nú hefur fundist í 737 MAX og málið leystist.  

Hins vegar kom fram gagnrýni á það að Boeing hefði með meiri lausatökumm á útboðum á einstökum hlutum vélanna og of mikilli pressu til að mæta vaxandi samkepnni, sem hefði bitnað á harðari forgangsröðun fyrri ára varðandi það að öryggi skyldi ævinlega hafa forgang yfir alla aðra þætti í framleiðslu og sölu vélanna. 

Nýjustu úrbætur varðandi jarðtengingu í Boeing 737 MAX virðast þess eðlis að ekkert þurfi að óttast en auðvitað er það mikilsvert fyrir alla aðila að þessi þota komist jafnvel í gegnum sínar hremmingar og Boeing 727 og Boeing 787.  


mbl.is Bæta þarf jarðtengingu í MAX 737
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband