Nýjar tegundir af smábílum og hjólum sniðnar fyrir 40 km hraðann.

Víða í Evrópu eru farartæki, léttbifhjól og smábílar, algeng þar sem borgir eru með þrengsli í umferð og hámarkshraði allt niður í 30 km/klst. Citroen-Ami-2021-800-03

Sums staðar, svo sem í Frakklandi, eru bæði hjól og bílar með 45 km/kst hámarkshraða sem unglingar allt niður í 14 ára aldur mega aka án þess að taka bílpróf.

Það er heilmikil hreyfing á þessu sviði víða um lönd, og Danmörk er dæmi um land með hefð fyrir svonefndum EU-hjólum, sem hafa 45km/klst hámarkhraða. 

En auk slíkra rafknúinna hjóla, sem nú sópast á markaðinn eru líka að birtast smábílar, sem kosta allt niður í 6000 evrur og eru með þetta lágan hámarkshraða.Léttfeti og Náttfari (2)

Það er gert, bæði til þess að breikka notendahópinn og einnig til þess að spara þyngd og eyðslu varðandi raforkuna. 

Aðalatriðið er þó, að hægt er að leggja þessum bílum þversum í stæði, og vegna þess hve þeir eru mjóir komast þrír til fjórir fyrir hlið við hlið í einu stæði. 

Síðuhafi hefur síðan í júní í fyrra fengið reynslu af því að ferðast um á rafknúnu léttbifhjóli með aðeins 45 km hámarkshraða. 

Þótt hjólið sé aðeins 75 kíló er það svo mjótt að hægt er að finna því stað á akreinum á þann hátt að bílar sem ekið er hraðar, geti smogið framhjá í framúrakstri en það kostar mikla aðgæslu bifhjólamannsins, því að á 50 km götu liggur ævinlega mörgum á að fara vel yfir þann hraða. Minimo.

Ef hraðinn er nú færður niður í 40 km á stórum hlutum borgarinnar, munu 45 km farartæki falla mun betur en áður inn í flæðið en áður var og ef þeim fjölgar og af því að þau eru miklu fyrirferðrminni en bílar, mun sá rýmissparnaður vinna eitthvað upp á móti því, að þegar hraði bílanna minnkar, lengist sá tími sem þeir taka pláss á götunum og þar með gengur umferðin hægar og verður tafsamair. 

Citroen verksmiðjurnar byrjuðu að framleiða byltingarkenndan rafbíl í júní í fyrra, Citroen Ami, sem rúmar vel tvo hlið við hlið í sæti, en er aðeins 2,41 metri á lengd og 1,39 m á breidd. Honda PCX tveir á

Bíllinn, sem nýr kostar 6000 evrur, vegur aðeins 485 kíló í krafti þess að látið er nægja fyrir innanbæjarsnattið að hafa rafhlöðina aðeins 60 kílóa þunga og það tekur aðeins þrjá tíma að hlaða það á venjulegu innanhússrafmagni.

Miðað við athuganir síðuhafa í þrjú og hálft ár á tveggja manna rafbíl og léttbifhjólum. má áætla að drægni bílsins sé um 40 kílómetrar, en meðalakstur bíla í innanbæjarakstir er rúmlega 30 kílómetrar á dag. 

Orkukostnað svona bíls má áætla um eina krónu á hvern ekinn kílómetra! Renault Twizy

Renault verksmiðjurnar hafa framleitt aðeins minni bíl, Renault Twizy, í nokkur ár, en hann án hurða, og ef hann er gerður fokheldur og jafnoki Ami hvað þægindi og skjól snertir, verður verðið á aukahlutunum til þess að heildarverð bílsins er 11-12 þúsund evrur. 

Aðalkostur hans fram yfir Ami er 80 km hámarkshraði, en miðað við þróunina, sem lýst er hér að ofan og algengasta notkunarmynstur, sýnast þeir hjá Citroen hafa sterkara spil á hendi. 

Hið lága verð fæst fram með mörgum einföldum og hugvitsamlegum atriðum. Framendi og afturendi eru eins, en ljósin hvít að framan en rauð að aftan. 

Báðar hliðar eru líka alveg eins, en til þess að það sé hægt opnast bílstjóradyrnar "öfugt" þ.e. að framanverðu, en farþegadyrnar "á venjulegan hátt", að aftanverðu. 


mbl.is Borgin ákveður hámarkshraða á borgargötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband