Fáfengileg rök fyrir því að afneita hlýnuninni.

Þeir sem afneita þvi að lofthjúpur jarðar fari hlýnandi hafa verið fljótir að taka við sér hér á blogginu vegna ráðstefnu um þau mál, sem Bandaríkjaforseti stendur fyrir.

Þeir hinir sömu netverjar kölluðu þátttakendur í lofstslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember 2015 "40 þúsund fífl" og má búast við því að þeir kalli ráðstefnugestina hjá Joe Biden "40 fífl."Vetrarhiti

Við þetta er því bætt að vitna í Trausta Jónsson sem stundi vísindi sem stangist á við fullyrðingar "fíflanna".  

Trausti hefur nú í vetrarlok að venju sýnt súlna- og línurit sem sýna að vetrarhitinn í Stykkishólmi hefur farið hækkandi, að vísu í talsverðum sveiflum, um næstum tvö stig þegar dregin er lína í gegnum allar sveiflurnar. 

Hann hefur líka sagt að á skeiði, sem nefnt var kuldaskeið 1965-1995 hafi hitinn samt verið hærri en á hlýnindaskeiðum á 19. öld.Loftslag-hiti1 

Og bætt því við, að hvert uppsveiflubylgja hafi orðið hærri en hin á undan og jafnfram hver kuldalægð hærri en hinar á udan. 

Afneitararnir reyna að nota bjagaða sýn sína á hitafar á Íslandi til að sanna að Trausti fari með vísindi en Biden og fjörutíu fíflin með fleipur. 

Auðvitað fer Trausti með vísindi en fyrrnefndir netverjar gæta ekki að því að tölurnar á Íslandi eru teknar af svæði sem er 0,1 milljón ferkílómetrar, en tölurnar um hnattræna hlýnun eru teknar af allri jörðinni, 511 milljón ferkílómetra svæði. 

Einn þeirra gekk enn lengra í blaðagrein í fyrra og hélt þvi fram að hitinn á Stórhöfða sýndi að engin loftslagshlýnun ætti sér stað. 

Aðferðin og rökræðan ætti ekki að koma á óvart. Það vakti heimsathygli þegar einn af stuðningsmönnum Trumps á Bandaríkjaþingi kastaði snjóbolta í sjónvarpsútsendingu inn í þingsalinn á útmánuðum 2017 sem sönnun á því að loftslag á jörðinn færi kólnandi en ekki hlýnandi. 


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda helminguð fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tölurnar tala náttúrulega sínu máli. Það er hlýnun. Síðan er hægt að rífast um það hvort að það sé eingöngu af mannavöldum eða eigi sér aðrar skíringar. En ég minnist þess að kringum aldamótin var sú kenning í gangi að heimurinn væri að kólna og ísöld væri yfirvofandi. Ástæðan var minnkun ósonlagsins sem síðan hefur snarlagast . Hversvegna veit enginn því það átti að rekjast til aukningu kóldioxíð í himinhvolfinu. Svo maður veit eiginlega ekki hverju maður á að trúa, en ég skal trúa þér ,Ómar.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2021 kl. 17:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stóri gallinn við umræðuna er sá, að enginn virðist minnast á þá óumdeilandlegu staðreynd, að í gangi er stórfelld rányrkja jarðarbúa á helstu auðlindum og orkulindum jarðar. 

Hvorki olía né kol eru endurnýjanlegar orkulindir og það eyðist sem af er tekið. 

Fyrir rúmlega tíu árum bundu olíudýrkendur vonir við nýjar og nýjar olíulindir og reyndu með því að skjóta hið sanna eðli málsins í kaf, sem er það, að sífellt verður bæði erfiðara og dýrara að finna og nýta hugsanlegar nýjar olíulindir, svo sem á norðurslóðum. 

Hálfgert olíuæði rann á Íslendinga fram yfir 2010 vegna þess gríðarlega olíugróða sem fælist í olíuvinnslu á Drekasvæðin og gerð stórrar olíuhafnar í Finnafirði eða Loðnumdarfirði. 

Þessar vonir gufuðu síðan upp, enda eru lang hagkvæmustu olíulindirnar heiminum þegar í vinnslu, en auðvitað dauðanum merktar, ein af annarri.  

Ómar Ragnarsson, 23.4.2021 kl. 18:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er ruglað saman umræðu um annars vegar hlýnun og hvort hún sé raunveruleg, og hins vegar hverjar gætu verið orsakir hennar.

Á meðan þessu tvennu er þvælt saman er umræðan þvæla.

Þeir sem hafa uppi efasemdir um kenningar sem snúast um manngert veðurfar og afneitun sólarorku, efast ekkert endilega um hlýnunina sem slíka.

Þeim sem efast um hlýnunina er hins vegar sama um orsakirnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2021 kl. 18:48

4 identicon

Málið er að Trausti byrjar með sinn samanburð á kaldasta punkti frá lokum síðustu ísaldar. Þess vegna er ekkert mál að fá eitthvað svakalega sjokkerandi niðurstöður.

Hvað skýrir þá að hiti var 1,5°C hærri á þjóðveldisöld og 2°C hærri á tímum Rómarveldis?

El lado positivo (IP-tala skráð) 23.4.2021 kl. 20:32

5 identicon

Ástæðan fyrir því að menn spáðu  að heimurinn færi kólnandi er sú að vitað var að útgeislun sólarinnar færi minnkandi. En þrátt fyrir það hélt loftslag jarðar áfrsm að hlýna. 

Eyðing ósonlagsins er allt annað mál og kemur loftslagshlýnun ekkert við. Hún stafaði af notkun ósoneyðandi efna, sem t.d. voru notuð sem kælivökvar í ísskápum. Nú mun vera hætt að nota þessi efni og þess vegna er ósonlagið aftur að lagast.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.4.2021 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband