Verðmæti útsýnis milljónir á fermetra í Rvík. Á slóðum náttúrudjásna núll.

Það er alþekkt að gott útsýni úr háhýsum með lúxusíbúðum hækkar verð þessara íbúða um tugmilljónir króna.Snæfellsjökull sólarlag 28.apríl 2021 Jafnvel þótt mistur sé í lofti eins og var við sólarlagið í kvöld sem vafði Snæfellsjökul inn í dulræna móðu.  

Í tengslum við þetta var þróuð aðferð erlendis fyrir síðustu aldamót, sem bar heitið "skilyrt verðmætamat." ("Contingent evaluation"). Hún byggðist á því að við ákvarðanir við stórfelldar mannvirkjaframkvæmdir á svæðum með mikið náttúruverndargildi væri brugðið verðmætamati á viðkomandi svæði eins og það gæti verið ósnortið. 

Einn liður í þvi gat verið að kanna meðal fólks, hve mikið það væri tilbúið að borga fyrir það að viðkomandi svæði yrði látið ósnortið. 

Einn helsti fræðimaðurinn, sem mótaði þessa kenningu svo að henni var beitt í Noregi var Staale Navrud háskólaprófessor við háskólann í´Ási og var henni meðal annars beitt við gerð virkjana við Sauðafjörð í Vestur-Noregi. 

Þar stóð til að virkja hvern einasta lítra rennandi vatns og forsendan væri sú, að áhrif umhverfisröskunarinnar væri ekki metin á eina einustu krónu. 

Þessu tókst að breyta og eftir að búið var að nota skilyrt verðmætamat, var hætt við meira en helming virkjananna. 

Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar fór síðuhafi bæði til Sauðafjarðar og ræddi við Staale Navrud í Noregsför og fékk staðfest að allvíða um lönd hefði skilyrt verðmætamat af þessum toga verið beitt og þætti sjálfsagt. 

Hér heima kvað við annan tón og er svo enn. Í úrskurði þáverandi umhverfisráðherra var því mótmælt að þetta væri hægt hér á landi og þar við situr enn áratugum eftir að farið var að gera þetta í öðrum löndum. 

Erlend náttúra og lúxusíbúðir í Reykjavík eru virt á háar fjárhæðir. 

Stórkostleg ósnortin og einstæð íslensk náttúruverðmæti hins vegar á núll krónur. 


mbl.is Fokheld íbúð til sölu á 500 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband