Saga úr vestfirskum grunnskóla.

Fyrir aldamót heyrði síðuhafi litla sögu úr gunnskóla á Vestfjörðum þar sem kennarinn var að kenna eins konar blöndu af því, sem var gallað átthagafræði hér í den.  

Þarna fór fram umræður milli hans og nemendanna og flugu spurningar á víxl.  

Ein spurning kennarans var þessi: 

"Hvað er það dýrmætasta og mikilvægasta sem Ísland á?"

Fyrst var drjúg þögn, en svo rétti stúlka aftarlega í bekknum upp höndina. 

"Jæja," sagði kennarinn, "ert þú með svarið við því hvað sé það dýrmætasta og mikilvægasta, sem Ísland á?"

"Já," svaraði stúlkan.. 

"Og hvað er það?" 

Svarið kom um hæl, stutt og laggott. 

"Pólverjarnir."

Þetta gerðist um svipað leyti og það var skyndilega svo komið fyrir vestan þegar komið var niður að höfninni í sumum þorpunum, að enginn sem vann utan húss við hafnirnar talaði íslensku.  


mbl.is „Þessi umræða fór aðeins of langt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þetta má til sannvegar færa
nú á tíð ekkert síður eftir
að landinn varð nýríkur og
kaus flest annað en fuglinn Fönix til
að brenna vængi sína.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.4.2021 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband