Eina hugsanlega ógnin eins og er: Hraun í átt að Suðurstrandavegi.

Auðveldasta gönguleiðin og sú beinasta að gosstöðvunum hefur hingað til legið frá Suðurstrandarvegi í nánd við Ísólfsskála. Tvö örnefni, ´Nátthagi og Nátthagakriki segja nokkra sögu um fyrri tíð. 8b.´Isólfsskáli (1)

En þessi nánd gosstöðvanna við veginn er að sama skapi eina hættan sem er eins og er gæti komið til greina varðandi mikilvæg mannvirki.  

Eftir för á jörðu niðri til Ísólfsskála fimm dögum fyrir gos var fjallað um þennan möguleika hér á síðunni með myndum af aðstæðum. 

Efri myndin er tekin af Suðurstrandarvegi vestan við Ísólfsskála og er horft til norðausturs í átt til Nátthagakrika og Nátthaga. 

Gosið kom fimm dögum síðar upp lengst til vinstri og fjærst á myndinni þar sem bjarmi er við sjóndeildarhringinn. 

Á neðri myndinni hefur verið staðnæmst á hjólinu skammt norðan við Ísólfsskála og horft er til baka í norðurátt. 
8c.Ísólfsskáli(2)

Samfara því sem hraunmagnið eykst hægt og bítandi vex hættan á hraunrennsli í þessa átt, en Meradalir geta tekið við hrauni í langan tíma fjarri öllum mannvirkjum. 

En auðvitað gætu aðstæður breyst ef ný hraungos hæfist annars staðar á kvikuganginum sem eins og er liggur þarna undir á línu frá Nátthaga til Keilis.  


mbl.is Hraun getur mögulega hlaupið í Nátthaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Valborgarmessunótt á Fagradalsfjalli!

Hörður Þormar, 30.4.2021 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband