Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Margir hafa óttast að annaðhvort árið 2019 eða 2020 verði fært í annála sem tímamótaár í eilifri viðureign mannkynsins við drepsóttir, veirur og sýkla. 

Mannkynið er orðið svo fjölmennt og missskipting gæða slík, að farsóttir eins og COVID-19 og fjölónæmissýklar fái ráðrúm í tíma og rúmi til að efla framgang sinn með nýjum og nýjum stökkbreytingum, sem muni valda því að sífellt þurfi að elta skottið á þessum ógnum með nýjum og nýjum bóluefnum og sýklalyfjum. 

En hugsanlega verða áramótin 2019-2020 í framtíðinni talin sem tímamót í mannkynssögunni. 

Því er það því miður líklegt að pöntun á einni og hálfri milljón af bóluefni sé alls ekki ofætlun, heldur falli það undir gamla íslenska máltækið, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið. 


mbl.is Meira smitandi en önnur afbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband