Furðulega þröng sýn hjá framsýnum mönnum.

Þegar stóriðjubylgjan reis sem hæst hér á landi í kringum tvær stærstu virkjanir landsins, sem risu á sama tíma, sýndist það eina í stöðunni til þess að koma viti fyrir hið vitfirrta efnahagslíf andsins vera að snúa við blaðinu og athuga þann möguleika að hætta við risaálver í Helguvík og á Bakka en taka í staðinn inn mun skaplegri notendur, gagnaver. 

Þau gætu skapað betur borguð störf á grundvelli mun meiri tekna miðað við orkunotkun.   

Úr varð að gagnaver risu suður með sjó og við Blönduós og þegar Hrunið dundi yfir sátu þau eftir en risaálverin tvö voru aldrei reist. 

En ekki liðu hins vegar mörg ár þar til ný græðgisbylgja reis, rafmyntaæðið. Það hefur út í frá fengið flug með því að boðin eru þau býsn af ofsagróða af rafmyntabraski að það er fyrir ofan skilning venjulegs fólks að skilja, hvernig allir geti orðið nilljarðamæringar án þess að neinn tapi á æði.  

Elon Musk verður að teljast í hópi með framsýnna frömuða á okkur tímum, þótt ekki væri nema fyrir rafbílaforystu hans, en með yfirlýsingu um að Tesla myndi gefa grænt ljós á notkun rafmyntar í sölu nýrra Tesla bíla brá svo við að hlutabréf í rafmyntarfyrirtækjum rauk upp úr öllu valdi.  

En nú virðist Musk vera að sjá að sér eftir að hann hefur skoðað betur hvaða afleiðingar veldisvöxtur rafmyntarfyrirtækja muni hafa á grunnþáttinn í framleiðslu Tesla, sem er að minnka notkun jarðefnaeldsneytis. 

Hraðvaxandi orkuþörf bitcoin og annarra rafmynta ber í sér helstu einkenni mestu hrakfara, sem efnahagssaga síðustu 95 ára, heimskreppunnar sem skall á i október 1929 og bankakreppunnar 2008. 

Þegar við það bætist ofvöxtur orkufreks sviðs fjármála með sóun á dýrmættri orku er Musk vonandi að átta sig á megin atriðum þessa nýja sápukúluæðis. 


mbl.is Bitcoin hríðfellur eftir tilkynningu Musks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér skilst að þarna sé meir bak við

Bílaumboð í USA eru skylduð til að "selja" ákveðin fjölda rafbíla og með því að borga Teslu í Bitcoin þá eru samkvæmt bókhaldinu seldir rafbílar
Þessir bílar fara samt aldrei á götuna

Grímur Kjartansson, 13.5.2021 kl. 01:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætli botninn detti ekki úr rafmyntunum álíka bratt og hann kom? Þær eru bara þess virði sem notendur ákveða. Alveg eins og viðtökum fimmþúsundkallinn okkar gildan,þó hann sé bara marglitur pappír. ef við ekki trúum á hann þá er hann einskis virði.

Halldór Jónsson, 13.5.2021 kl. 14:30

3 identicon

Bálkakeðjutæknin er sú tækni sem mun umbylta heiminum og setja vanþróuð ríki á fyrsta bekk jafnvel á undan svokölluðum þróuðum ríkjum, sannkallað risaspor fyrir t.d. Afríku.

Í dag eru vandamál þróaðra og vanþróaðra ríkja spilling og vantraust sem má meðal annars sjá í forsetakosningum í Bandaríkjunum þar sem andstæðar fylkingar saka hvor aðra um að stela kosningunum, allt eftir því hvaðan vindar blása. Með bálkakeðjutækni yrði engin vafi um hverjir hafa kosningarétt, hvort viðkomandi er búin að kjósa, að réttur aðili hafi kosið og engin "týnd eða fundin" atkvæði.

Með bálkakeðjutækninni þá verður spillingu, sem stendur í vegi fyrir velsæld fjöldans, rutt úr vegi í eitt skipti fyrir öll og traust yrði nýja normið.

Í fyrstu kynslóð bálkakeðju þá var orkufrekur námugröftur notaður til að búa til nýjar myntir (POW) en þriðjukynslóðar bálkakeðjur nota ekki námugröft til að búa til nýjar myntir heldur sannreynt eignarhald (POS)og notar sú nálgun minna en 1% orku á við fyrstu kynslóð. 

Eitt metnaðarfyllsta bálkakeðjuverkefni sem heimurinn hefur séð heitir Cardano og byggir á rafmyntinni ADA.

www.cardano.org

Bálkakeðjan (IP-tala skráð) 13.5.2021 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband