Eftir hverju er beðið? Skorradalur eins og flugvél án belta, flotvesta og útganga?

Í viðtengdri frétt á mbl.is eru rakin nokkur atriði varðandi sívaxandi hættu á stórbruna í vaxandi skóglendi Skorradals. 

Þessi atriði hafa verið ljós um áraraðir og eina breytingin sem skiptir máli, er sú, að eðli málsins samkvæmt vex skógurinn og hækkar og eldsmaturinn vex þar með. 

Nú er vor og þrátt fyrir allt umtalið að undanförnu um þá vá sem þarna vofir yfir, er ljóst, að ekkert verður héðan af gert áður en núverandi þurrkum linnir og eðlegt sumarveður gengur í garð. 

Þá vill þetta ef að líkum lætur gleymast þangað til eitthvart næsta vor komi þurrkar og umræðan fari enn einu sinni af stað; með engum árangri eins og venjulega. 

Búið er að margrekja hvernig málum er háttað árum saman og af þeirri hrollvekjandi lýsingu sést, að litlu skiptir þótt í fyrsta sinn í sögunni sé lýst yfir nýrri skilgreiningu um rautt hættuástand eða neyðarástand meðan raunverulegar aðgerðir og úrbætur eru ekki framkvæmdar og það strax. 

En þessi stórfellda vanræksla samsvarar því að í hverri flugferð á milli landa lýstu flugfreyjur skilmerkilega yfir því fyrir framan farþegana hvernig nota skuli neyðarútganga, flotvesti, sætisbelti og súrefnistæki en hins vegar væri flugvélin ekki búin neinu af þessu. 

Slíkt ástand yrði að sjálfsagt fordæmt og viðkomandi flugvél kyrrsett. 

Í fluginu og mörgu öðru gildir nefnilega svonefnt lögmál Murphies að geti eitthvert atriði farið úrskeiðis, muni það gerast. 

Við það má bæta, að menn fá yfirleitt engu um það ráðið hvenær þetta gerist og að flugstjórar geta ekki valið sér þann tíma þegar bilanir verða. 


mbl.is Gróðureldar ógn og Skorrdælir uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þurfum að fa 

Canadair CL-415 til að slökkva gróðurelda

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.5.2021 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband