Ótrúleg tilviljun fyrir 80 árum innsiglaði dauða 2200 manna.

Fyrir fjórum dögu var fjallað hér á síðunni um stærstu flotaorrustu Heimsstyrjaldarinnar síðari vestur af Íslandi milli flaggskipa sjóherja Breta og Þjóðverja, Hood og Bismarck. 

24. maí 1941 sökkti ein fallbyssukúla risaorrustuskipinu Hood í þessari stórorrustu og 1416 af 1419 um borð fórust. 

En viðureigninni var ekki lokið, þótt Bismarck kæmist undan til suðaustur í átt til Brest í Frakklani, og Prinz Eugen til austurs í átt til Noregs. 

Lindemann skipherra á Bismarck hafði gert þau afdrifaríku mistök í eldsneytisáfyllingu við Bergen á leiðnni til árása á skipalestir á Norður-Atlantshafi suður um Grænlandssund, að klára ekki áfyllinguna. 

Olía lak frá Bismarck á flóttanum og ekki var hægt að keyra það á fullri ferð. 

Engu að síður virtist skipið sloppið þegar Bretar misstu það úr greipum sér með að gera ráð fyrir því að það væri á leið til Noregs. 

Þá gerði Lutjens flotaforingi þau mistök að senda kóðað skeyti til Þýskalands, en það gaf Bretum færi á að miða Bismarck út og beita alls sautján skipa flota til þess að elta Bismarck uppi. 

Þar með var þó enn ekki úti öll von fyrir Bismarck að komast inn í flugdrægnisvið þýskra flugvél þegar nær drægi Frakklandi. 

En þá gerðist einhver ótrúlegasta tilviljun stríðsins. 

Þótt aðeins eitt af mörgum tundurskeytum frá breskum Swordfish opnum tvíþekjum hitti Bismarck almennilega, var það á allra versta staðnum á skipinu, á stýrinu aftast á því. 

Þar með varð Bismarck að "sitting duck", kyrrstæðu skotmarki fyrir Breta og það sökk með þeim afleiðingum að 2200 sjóliðar fórust. 

28. maí 1941 skrifar ritari Hitlers í dagbók að Foringinn sé svo gersamlega niðurbrotinn vegna þessa ósigurs, að orð fái vart lýst því. 

Orrusturnar á Grænlandssundi og Biscayaflóa fyrir 80 árum voru í raun sama orrustan, og mistök stjórnenda Bismarcks voru hliðstæð mistökum skipstjóra sænska skipsins Malmberget 1913, ofmat á stöðunni.  


mbl.is 108 ára gömul gáta leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband