Vanræksla, sem getur hefnt sín grimmilega.

Þegar byrjað var að dreifa boluefni gegn kórónaveirunni á Vesturlöndum hófst strax mikið kapphlaup milli þjóðanna að fá hana í hendur á undan öðrum. 

Hér á landi hljómaði hávær söngur krafna um að fara í hálfgeran hernað til þess að ná bóluefninu frá öðrum þjóðum og íslensk heilbrigðisyfirvöld átalin harðlega fyrir aumingjaskap. 

Þessar raddir hafa nú hljóðnað eftir að í ljós kom að stefnan hér hefur skilað okkur framar en Bandaríkjunum og mörgum fleiri þjóðum. 

Eftir stendur sú stóra hætta sem vofir yfir, ef hin ríkari þjóðir heims ætla að graðga í sig svo miklu af bóluefni, að milljarðar í fátæku löndunum lendi langt á eftir. 

Fari svo telja sérfræðingar að vaxandi hætta verði á því að ný afbrigði muni fá þar fótfestu með þeim afleiðingum að í heildina tekið fari jarðarbúar miklu verr út úr stríðinu við pestina en ella hefði orðið. 

Skammsýnin og græðgin mun á endanum gera alla verr setta. 


mbl.is Nýtt afbrigði veirunnar greinist í Víetnam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband