"Besti aldurinn" til að fljúga er býsna langur.

Aldur skiptir mun minna máli en margur heldur hvað varðar það að fljúga flugvélum. Á sínum tíma fékk Sverrir Þóroddsson leyfi til að fljúga svifflugu í einliðaflugi talsvert fyrr en honum leyfðist að stýra bíl. TF-ROS, Léttfeti

Dagfinnur heitinn Stefánsson hélt einkaflugmannsskírteini sínu við fram á tíræðisaldur, og kominn vel á níræðisaldur gerði Magnús Norðdal listflugæfingar á borð við ýmsar útgáfur af Lomcovak, sem meira að segja bestu listflugmennn okkar treystu sér ekki til að gera. 

Bob Hoover framkvæmdi listflugsatriði á tveggja hreyfla flugvél allt fram um áttrætt, sem engum flugmanni á neinum aldri hefur tekist að leika eftir.  

Myndin hér að ofan er tekin í gærkvöldi þegar tveir af þörfustu þjónum síðuhafa voru teknir til kostanna. 

Annars vegar rafknúið léttbifhjól af gerðinni Super Soco LUx sem getur komist austur fyrir fjall og til baka aftur með aðeins 40 króna orkukostnaði,  og hins vegar fjögurra sæta frönsk flugvél, Jodel 1050, sem getur borið fjóra fullorðna með ítrustu sparneyhtni þótt hreyfillinn sé aðeins 100 hestöfl. 

Hún er rúmlega 100 kílóum léttari en samsvarandi vélar og á það meðal annars að þakka, að vera úr undraefni sem nefnist tré, krossviður.  


mbl.is Fékk flugmannsstarf aðeins tvítug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Erna Hjaltalín sem var fyrsta íslenska atvinnuflugkonan fékk ekki flugmannsstarf af því að hún var kona.

Hún var að kveðja okkur nýlega og blessuð sé minning hennar sem varð fyrir þessum hroðalegu fordómum og ofsóknum.

Faðir hennar Steindór Hjaltalín útgerðarmaður  keypti sér Hudson Bomber og flaug um alla Evrópu með dætrunum á henni.

Erna lærði að fljúga og ég man eftir henni í Piper Cubnum að læra niðri á Reykjavíkurflugvelli.  En henni voru lokuð sundin af karlrembunum og varð að sætta sig vi flugfreyjustarf.

Halldór Jónsson, 1.6.2021 kl. 16:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kær þökk fyrir þennan fróðleik, Halldór. Þegar ég var í rallinu höfðu vökvastýrin ekki rutt sér til rúms í keppnisbílum. Maður varð að hafa hanska því að annars þoldu lófarnir ekki átökin og flögnðu.  Rallið var karlasport yfirfullt af fordómum. 

Síðan komu vökvastýrin og upp spratt frönsk kona að nafni Michelle Mouton og fór að sópa upp verðlaunum. 

Eitt haustið stefndi í að hún yrði heimsmeistari og þá gaf þáverandi heimsmeistari þá yfirlýsingu að ef hún hreppti heimsbikarinn, myndi hann hætta í sportinu.  

Þetta lýsti hroka í meistaragráðu eða hitt þó heldur. 

Ómar Ragnarsson, 1.6.2021 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband