Sérstaðan er dýrmætust.

Ísland er land tækifæra, sem hvergi bjóðast annars staðar, af því að landið sjálft og náttúra þess bjóða upp á sérstöðu af svo fjölbreyttu tagi að einstakt er.  

Land hins einstæða samspil elds og ísa á sér ekki hliðstæðu á jarðarkringlunni. 

Velgengni fyrirtækja, einskum tengd ferðamennsku,  byggist því mest á hugkvæmni og útsjónarsemi þeirra Ísendinga, sem eru naskir á að finna möguleika til bjóða upp á eitthvað alveg sérstakt, sem hvergi býðst í öðrum löndum.  

Þeir möguleikar eru hins vegar oft vanmetnir, af því að þeir felast í atriðum sem okkur sjálfum finnst ekkert sérstakir, af því að við erum orðin svo vön þeim. 

Í þeim efnum gildir hið gamla viðskiptalögmál að viðskiptavinur hvers seljanda hefur alltaf rétt fyrir sér þegar hins eftirsótta er leitað.   


mbl.is Síðasti mánuður stjórnlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband