"Að sigla´inn Eyjafjörðinn...".

Það er í takti við anda Sjómannadagsins þegar mikið aflaskip siglir inn Eyjafjörðinn og einnig blasir í góðu veðri við þriðja auðlndin í viðbót við sjávarauðlindina og naunauðinn; sú auðlind sem náttúra landsins og sagan er.

Það eru ekki margar þjóðir sem eiga land með jafn mörgum fallegum fjörðum til að sigla um. 

 

Í tilefni þessa er hér textinn við lagið "Að sigla inn Eyjafjörðinn" sem finna má á Spotify með söng Ragnars heitins Bjarnasonar, þess mikla sjómannalagatúlkanda, við undirleik Grétars Örvarssonar.

 

Að SIGLA´INN EYJAFJÖRÐINN. 

 

Að sigla´inn Eyjafjörðinn, 

það er yndislegt um vor 

í bliðu veðri´er býr sig fugl 

við bjarg og klettaskor. 

 

Er sólin hlý í heiði 

baðar haf og og dali´og fjöll. 

Úr háum hamrabjörgum 

heilsa okkur þjóðfræg tröll. 

 

Hrísey, fjarðardjásnið frítt 

mót fagurgrænum dal. 

Við Múlann vaggar bátur blítt

við bjargsins fjallasal.  

 

Um háreist hamraskörðin 

hoppa lönb í friði´og spekt. 

Að sigla´inn Eyjafjörðinn, 

það er óviðjafnanlegt. 

 

Allir hér nú afar vel

hér una sínum hag

á skemmtiferðaskipunum, 

sem sigla inn í dag.

 

Þar ferðamannahjörðin

kyrjar hátt í friði´og spekt:

Að sigla´inn Eyjafjörðinn, 

það er óviðjafnanlegt.  


mbl.is „Indæl tilfinning að sigla inn Eyjafjörðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband