Frekar að reyna að stýra hraunrennslinu en að stöðva það.

Í þessri fyrirsögn felst eðlismunurinn á því að reyna að stöðva hraunrennsli og að reyna að stýra því.8c.Ísólfsskáli(2) 

Meðan hraun heldur áfram að koma upp á yfirborðið blasir við að slíkt er ekki hægt að stöðva; það kemur alltaf upp ný og ný hraunkvika. 

Þar með er aðeins einn kostur eftir til að bregðast við meðan á framleiðslu hraunsins stendur, að reyna að stýra því hvert það renni. 

Og einnig að stýra rennsli þess þannig að það renni yfir sem minnstan hluta Suðurstrandarvegarins  

Mikilsvert er að lenda ekki á eftir atburðarásinni, heldur að vera jafnan með ráðstafanir tilbúnar, sem svara öllum mögulegum afbrigðum af vexti hraunsins.

Myndin hér á síðunni var tekin um viku fyrir upphaf gossins á þeim kafla vegarins, þar sem mestar líkur eru til að hraun muni koma að honum og fara yfir hann og eru Nátthagakriki og Nátthagi hægra megin við veginn, séð frá þessu sjónarhorni. 


mbl.is Reyna að stýra leið hraunflæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband