Svipaðar ástæður slysa á flestum samgöngutækjum.

Áður en rafskútur ruddu sér til rúms hér á landi voru engin rafskútuslys. Og hjólaslys voru færri meðan hjólin voru færri en síðar varð. Svipað gerðist fyrir öld þegar fyrstu bílslysin dundu yfir. Tvær rafskútur Laugavegi

Miklar framfarir í gerð bíla til þess að sporna við slysum hafa fækkað slysunum. Nú eru sumir bílar komnir með allt að sjö loftpúða innanborðs til þess að fækka alvarlegum slysum. 

Fullur maður, sem ekur af stað á bíl gat forðum tíð dauðrotast við að aka á næsta steinvegg. 

Nú blæs upp púði sem mildar höggið. 

En slikt er ekki hægt á reiðhjólum, bifhjólum og rafskútum. Hjól,miðborg

Þar tekur góður hlifðarhjálmur á höfði við hlutverki loftpúða í bíl. 

Á mynd með fréttinni sjást tveir menn á rafskútum hjálmlausir. Svo er að sjá að mikill meirihluti fólks á rafskútum sé með engar varnir, sem geta dregið úr hjólaslysum, svo sem hjálma á höfði, sérhannaða vélhjólaklossa, hnjáhlífar eða vélhjólahanska. 

Á flestum reiðhjólum og bifhjólum er auðvelt að hafa töskur og fleira, sem gerir kleyft að hafa eitthvað af þessu tiltækt. 

Rúmlega helmingur allra banaslysa og alvarlegra slysa á ökumönnum hjóla verða vegna ölvunar eða vímuástands, þrefalt fleiri hlutfallslega en á bíl. Þess vegna er hægt að draga stórkostlega úr slysahættu á bifhjólum, með því að vera alltaf edrú, hafa góðan hlífðarhjálm á höfði og helst varnir á ökklum, hnjám, höndum og jafnvel baki. 

Um miðnæturskeið á laugardagskvöldi hefur það hingað til ekki þótt fréttnæmt þótt einhverjir detti ölvaðir á gangi. 

Eftir að búið er að flytja rafskútur inn í tugþúsundatali væri það frétt ef enginn dytti á þeim fullur og hefði kannski dottið hvort eð var gangandi. 

Sum rafhlaupahjólin eru með vélarafl og hraða, sem er margfalt það sem leyfilegt er, og slík tæki geta orðið að skaðræðisgripum hjá ölvuðum eða óvönum. 

Réttar upplýsingar eru nauðsynlegar við kaup á rafskútum. Uppgefin drægni er til dæmis stórlega ofmetin hjá seljendum og framleiðendum flestra þeirra. 

Þar er verk að vinna hjá öllum þeim, sem þessi vaxandi ferðamáti snertir.  

 


mbl.is Fluttur á bráðamóttöku eftir rafskútuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband