Spor í snjó geta orðið torkennileg á Hornströndum.

Á árunum 1977 til 1978 fór síðuhafi fljúgandi í gerð sjónvarpsmyndarinnar Eyðibyggð í nokkrar kvikmyndatökuferðir til Hornstranda og voru notaðar tveggja sæta og fjögurra sæta flugvélar af gerðunum Piper PA-12 Super Cub og Cessna 172 Skyhawk tll þess að lenda á mprgum stöðum í fjörum og á öðrum stöðum, jafnvel uppi á Straumnesfjalli og á Þórishorni við Hlöðuvik. 

Nokkrum sinnum var gegið fram á spor í sköflum, bæði að vetrarlagi og öðrum árstímum og var þar langoftast um refaspor að ræða. 

Eitt sinn virtust sporin miklu stærri en eftir ref, en enginn sást hvítabjörninn. 

Þessi spor virðast hafa aflagast og stækkað við hitabreytingar og hugsanlega sólbráð, svona eftir á að hyggja, og tilvist þeirra því ekki tilkynnt til yfirvalda. 

Í ljósi þess að þetta gátu líka verið afmynduð spor eftir stóra gæs eða svan

En teknar voru myndir af orunum fyrir sjónvarpsmyndina og í henni sjást þau auðvitað enn og sömuleiðis þær vangaveltur sem þá voru hafðar uppi um þau. 


mbl.is Töldu ummerki vera um hvítabjörn á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband