Loftbelgur rakst į raflķnu ķ Leirįrsveit fyrir 45 įrum. Flugmašurinn slapp vel.

Loftbelgsflug er ekki hęttulaust frekar en annaš flug eins og dęmin sanna. Hér į landi er óhętt aš segja aš mikill heppni hafi veriš yfir slķku flugi, og mį žakka fyrir žaš. 

Eftir um žaš bil tķu daga eru rétt 45 įr sķšan flogiš var ķ fyrsta sinn meš faržega ķ loftbelg hér į landi. Faržegaflugiš sjįlft var aš vķsu mjög stutt, innan viš tveir kķlómetrar į Įlftanesi, žar sem lagt var ķ hann. 

Faržeginn var meš farangur, myndavélar, sem hann setti inn ķ körfu belgsins. 

Vindur var talsveršur į sušsušvestan og meš byljóttum skśrum, og žvķ gekk flugtakiš illa, žvķ aš vindurinn feykti belgnum žaš hratt ķ lįréttri stefnu, aš hann nįši ekki flugi heldur dró belgurinn körfuna eftir tśnskįkinni žar sem feršin hófst. 

Sķšuhafi įtti aš verša fyrsti loftbelgsfaržeginn hér į landi, en varš aš byrja į žvķ aš hjįlpa til ķ upphafi viš aš halda belgnum föstum į meš loftbelgstjórinn og eigandi belgsins kynti gastęki hans eins og hann ętti lķfiš aš leysa til aš gefa honum lyftikraft og lįta belginn rķsa til himins. 

Flugtaksbruniš varš žvķ į talsveršum hraša eftir allri tśnskįkinni ķ gegnum giršingu viš enda hennar, yfir Įlftanesveginn, gegnum giršingu hinum megin, žar sem belgurinn stóš fastur ķ nokkur augnablik en reif sig sķšan lausan og tók loksins flugiš. 

Alla žessa žeysireiš hékk faržeginn utan į körfunni įn žess aš komast upp ķ hana, og hékk įfram utan į henni žegar hśn hękkaši flugiš, žį bśinn aš missa af sér stķgvélin og oršinn blóšrisa į fótunum. 

Flugstjórinn heyrši ekki köll faržegans vegna hįvašans ķ gastękjunum, sem hann kynti ains og óšur vęri og sį heldur ekki hendur faržegans, sem héldu daušahaldi ķ brśn körfunnar. 

Nokkur skelfileg augnablik aš horfa nišur og sjį jöršina fjarlęgast vitandi žaš aš stutt vęri ķ žaš aš missa daušahaldiš ķ körfubrśnina. 

En til allrar hamingju kom smį nišurstreymi og karfan féll til jaršar, žar sem faržeginn kastašist af henni og kśtveltist ķ móanum. 

Viš žessi endalok faržegaflugsins léttist belgurinn og nįši aftur flugi en žó ekki betur en svo, aš hann missti aftur hęš og lenti į nż, ķ žetta sinn ķ Lambhśsatjörn gegnt Bessastöšum  žar sem flugstjórinn stóš ķ sjó upp ķ mitti inni ķ körfunni og kynti įfram gastękin ķ grķš og erg til aš losa sig śr festunni, svo aš ķ hönd fór annaš flugtakiš ķ žessari ótrślegu flugferš, sem žegar hafši innifaldar tvęr lendingar, ašra į landi en hina į sjó og fyrsta loftbelgsflug meš faržega hér į landi, en faržeginn žó śtbyršis į loftfarinu. 

Til stóš aš taka kvikmyndir og ljósmyndir ķ fluginu, en myndavélarnar eyšilögšust žegar žęr lentu ķ sjónum ķ Lambhśsatjörn. 

En įfram hélt žessi dęmalausa flugferš, og um hrķš virtist loftbelgurinn stefna beint į hśsin į forsetasetrinu į Bessastöšum, en nįši aš lyftast yfir žau og stefndi nś į Reykjavķk og Akrafjall. 

Sķšastnefnda hindrunin virtist sś glęfralegasta, svo aš faržeginn hirti nś stķgvél sķn, fór til Reykjavķkur og flaug žašan į flugvél upp į Narfastašamela undir Hafnarfjalli til aš sjį hvernig flugferšin myndi enda. 

Ķ ljós kom aš belgurinn komst yfir Akrafjall en žaš var skammgóšur vermir, žvķ aš framundan var tęplega tvöfalt hęrri hindrun, Skaršsheiši. 

Žegar stašiš var į Narfastašamelum eftir lendingu sįst mikill eldblossi ķ mišri sveit. 

Žegar žangaš var komiš kom ķ ljós aš loftbelgurinn hafši lent į raflķnu og kortslśttaš sveitinni, en flugstjórinn slapp ótrślega vel, lķtillega svišinn af blossanum og talsvert marinn. 

Belgurinn sjįlfur hafši brunniš aš hįlfu.  

Žar lauk žessu tķmamótaflugi ķ ķslenskri flugsögu, en réttum tķu įrum sķšar fóru śtlendingar ķ nokkrar afar vel heppnašar feršir meš faržega ķ Reykjavķk.  


mbl.is Fimm létust žegar loftbelgur hafnaši į raflķnu
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Halldór Jónsson

Ja žvķlķkt ęvintżri hefur hann Ómar ekki upplifaš. Hét ekki flugmašurinn Holgeir Mįsson?

Halldór Jónsson, 27.6.2021 kl. 11:10

2 Smįmynd: Ómar Ragnarsson

Jś, eša Holberg.  Hann var og er mjög snjall kornungur mašur og var bśinn aš gera frįbęra hluti ķ skóla į sķnu sviši til dęmis aš skjóta upp eldflaug ef rétt er munaš. 

Upphaflega stóš til aš žįverandi flugmįlastjóri fęri ķ žetta fyrsta flug, en hann var staddur erlendis žessa helgi og žįši éa žaš boš aš hlaupa ķ skaršiš. Žetta gaf tiltękinu aš vķsu vissa vigt og einnig žaš aš loftbelgurinn hafši gilt lofthęfisskķrteini, en eftir į aš hyggja hefši ég įtt aš sjį žaš ķ hendi mér strax fyrir flugiš, aš žaš gęti ekki heppnast almennilega ķ 20 hnśta vindi.

En žarna leiddi eitt af öšru. Ég kom žaš seint į stašinn, aš allt var klįrt til flugtaks, fjölmišlafólk komiš og ekki til setunnar bśiš. 

Eftir flugiš kom upp śr dśrnum, aš ķ handbók um flygildiš vęri ekki męlt meš meiri vindi en 5 hnśtum, enda eru svona loftbelgir ašeins knśnir upp eša nišur af upphitušu lofti, sem dęlt er upp ķ belginn, sem vęri algerlega hįšur rikjandi vindįtt um žaš hvert hann bęrist ķ fluginu. 

Ómar Ragnarsson, 27.6.2021 kl. 13:05

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband