Ný spenna: Afturkippur í gosóróann og hraunflæðið. Hvað og hvenær næst?

Nú hefuuær færst spenna í leikinn hjá gosinu í Geldingadölum, gosóróinn snarfallinn niður og sömuleiðis hraunflæðið.  

Eftir stendur, að hvernig sem litið er á atburðarásina á utanverðum Reykjaneskaganum í rúmlega ár, hefur hún markað tímamót í eldvirkni á skaganum eftir um 800 ára hlé. 

Nú er spurningin því ekki; hvað næst?

Heldur: 

Hvar næst? 

Og: 

Hvenær næst? 


mbl.is Er goshlé?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Rétt áður en gos hófst í Geldingardölum, datt allur órói niður um stund, en svo fór að gjósa, öllum að óvörum. Hvað sem gerist næst, er vonandi að verði á þægilegum stað.

 Goðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.6.2021 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tek undir með Halldóri Agli Guðnasyni.

Þetta eldgos hefur ekki hegðað sér með neinum "venjulegum" hætti miðað við önnur gos á seinustu tímum sögunnar sem kalla má.

Síðast þegar órórinn datt niður á mælum var það einmitt rétt áður en að kvikan braut sér fyrst leið til yfirborðs í Geldingadölum.

Vísindamenn sem hafa greint efnasamsetningu gosefna telja að kvikan komi beint frá möttli jarðar. Undir Íslandi er möttulstrókur sem hefur dælt heitri kviku upp undir landið um ótal aldir og myndað þetta land.

Möttulstrókurinn er ekkert að fara að hætta. Það sem gæti stoppað þetta gos er ef jarðskorpan á yfirborðinu nær að storkna nóg yfir sprungur og op eða stíflur myndast í gosrásum sem nægja til að halda aftur af þeim þrýstingi sem kemur alltaf frá möttulstróknum þar undir.

Kvikan vill koma upp. Það eina sem heldur aftur af henni er jarðskorpa sem er svo þunn að henni má líkja við eggjaskurn.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2021 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband