Nýrunnið og volgt hraun býr yfir aðdráttarafli fyrir ferðafólk.

Meðan eldur verður uppi í Geldingadölum verður eldgosið með mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk, bæði innlent og erlent.  

Nú hefur sveifla í eldvirkninni eftir mjög stöðugt hraunrennsli í rúma þrjá mánuði skapað vangaveltur um lengd gossins og þar með um það, hvort það loginn rauði hverfa. 

Það þarf hins vegar ekki að þýða það að straumur fólks að hrauninu og útsýnisstöðum yfir gígana muni hætta, því að svona einstæð nýsköpun jarðar er ekki á hverju strái í heiminum. 

Til dæmis eru margir erlendir ferðamenn furðu lostnir ogt snortnir yfir því að horfa yfir Ös yfir sprengigíginn Víti og Öskjuvatn, sem er eitt dýpsta vatn landsins, og vera greint frá því að hvorugt var til fyrir 150 árum. 

Með því að fara í stutta gönguferð af Heiðmerkurvegi sunnan við Garðabæ, er hægt að skoða eldgíginn Búrfell og hina mögnuðu hrauntröð hans og bera saman við gígamyndanirnar í Geldingadölum.  

Og meira en tíu kílómetra löng gígaröðin í Eldvörpum í nágrenni Blá lónsins er ekki nema um 800 ára gömul. 


mbl.is Eldgosið er í aðfluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband