"Ég skil ekkert í því hvernig henni gat dottið þetta í hug..."

Fyrir tæpum fimmtíu árum féll heilmikil aurskriða úr brekkunni ofan við Lund í Lundarreykjadal og vakt furðu, hve stór og öflug hún var.  

Þegar fréttastofa Sjónvarpsins hafði samband við Sigurð Þórarinsson jarðfræðing til þess að leita skýringar á þessu falli aurskriðunnar:  

"Ég get því miður ekkert sagt um þetta, því að ég skil ekkert í því hvernig henni gat dottið þetta í hug."

Þar með var þetta atvik útrætt. 

Þess má geta að snjóflóð féll nyrst í Blönduósbæ 1993 ef rétt er munað. 

Engin nákvæm skýring fékkst á því hvernig því gat dottið þetta í hug, en minna má á orð norsks sérfræðings un jnjóflóð:  "Þar sem landi hallar og snjór getur fallið, geta fallið snjóflóð."


mbl.is Enginn slasaðist í aurskriðu í Varmahlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband